Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 28

Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 28
28 Jón Ásgeir Kalmansson ræðir við Pál Skúlason snúist, hver sé aðaldygðin, sem sé hugrekki. Svo þegar reynir á hvernig þeir ætla að skilgreina hugrekki lenda þeir í mestu vandræðum með það vegna þess að það er ekki bara það að slást og þess háttar, það felur líka í sér ýmsar dygðir. Það sem máli skiptir er sú staðreynd að Sókrates er fyrst og síðast kennari, hann er að þjálfa. Auðvitað voru Aristóteles og Platon kennarar, en þeir voru líka með ákveðnar kenningar, en Sókrates er þjálfari, honum má líkja við fótboltaþjálfara, hann er að þjálfa menn að leika með hugtökin alveg eins og að leika með knöttinn. Það er kannski eitt af því sem er mest sláandi við Sókrates að hann er að hugsa um og reyna að fá aðra til að hugsa um ákveðin grundvallarhugtök eða ákveðin fyrirbæri sem skipta miklu máli og snerta okkur djúpt, eins og hugrekkið. Það varðar miklu í lífi okkar að skilja hvað þau þýða, en það er eins og við getum aldrei höndlað þau, aldrei skilið þau til fulls og það er eins og Sókrates sé að segja að við lifum í þessum tengslum við þessi grunnhugtök, að þau skipti okkur óendanlega miklu máli en við náum aldrei utan um þau. Spurningin er þá, er þetta Þrándur í Götu kerfisheimspekinnar ef svo má segja, að við komumst aldrei á það plan að geta samræmt hugtökin okkar af því við eigum í mesta basli með að setja fram góðar skilgreiningar á því hvað þau merkja? Þarna eru náttúrlega orðin oft að þvælast fyrir okkur, þ.e.a.s. við erum að velta vöngum yfir því hvernig við komum best orðum að hlutunum og vandinn er sá að hugsun okkar, hugtök og orð falla aldrei almennilega saman. Við erum að reyna að hugsa með orðum án þess að geta fyllilega orðað, við vitum að við get- um ekki orðað hlutina með fullkomnum hætti, þannig að allar okkar umorðanir orka tvímælis. Þarna er reyndar svið sem ég lagði mikið stund á þegar ég var í mínu doktorsnámi sem er túlkunarfræði. Ég harma raunar alla tíð að hafa ekki sinnt henni meira en ég hef gert vegna þess að ég tel mig hafa sett fram ákveðn- ar kenningar í túlkunarfræði, sem ég geri grein fyrir m.a. í ritgerðinni í Mál og túlkun. Túlkunarfræðin er afskaplega mikilvægur þáttur heimspekinnar og henni er alls ekki gefinn nægur gaumur. Túlkunarfræði eins og ég skil hana, er aðferð við að reyna að setja hluti fram með ólíkum hætti í málinu, þó ævinlega þannig að þeir verði betur skiljanlegir. Markmiðið með túlkunarfræði, með túlkun orða, með túlkun málsins, er að bæta og auðvelda skilning, að orða hlutina betur en við höfum gert til þessa. Hverjar eru meginhugmyndir þínar um eðli túlkunar og túlkunarfræðinnar? Eins og svo mörg önnur hugtök í heimspeki og ekki bara í heimspeki heldur í vísindum og fræðum almennt, má rekja þessi hugtök til Grikkjanna. Þetta sér- kennilega orð hermeneutic er rakið til hins gríska guðs sem fann upp tungumálið, kenndi mönnum að tala. Hann hét Hermes og auk þess að kenna mönnunum að tala þá flutti hann skilaboð, flutti mönnum skilaboð frá guðunum sem voru hinar æðri verur sem mennirnir urðu að taka tillit til. Eins og í svo mörgum öðrum fræðigreinum lét Aristóteles ekki sitt eftir liggja hér heldur skrifaði rit sem heitir á grískunni Peri Hermeneias eða Um túlkun, þar sem hann fjallar um tungumálið, hvernig það er gert, hvernig við förum að því að tengja saman orð þannig að þau myndi setningar sem segja eitthvað um eitthvað við einhvern. Síðan þróast þessi Hugur 2015-5.indd 28 5/10/2016 6:45:01 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.