Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 107

Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 107
 Skynsamleg sjálfstjórn 107 fjöllun mín snýst um stjórn á eigin athöfnum en margt af því sem ég segi á trúlega jafnt við um stjórn manns á hugsun sinni. Sá sem ætlar sér, en tekst ekki, að víkja einhverri hugsun á bug og einbeita sér að öðru bregst sjálfum sér með svipuðum hætti og maður sem ákveður að hætta að naga á sér neglurnar en nagar þær samt. Sjálfstjórn og skynsamleg sjálfstjórn Í sjöundu bók Siðfræði Níkomakkosar fjallar Aristóteles um breyskleika og sjálfs- aga. Orðið sem hann hefur um breyskleika er akrateia (ακράτεια), stundum ritað akrasía (ακρασία). Í þessu orði er a neitandi forskeyti og krateia dregið af kratos (κράτος) sem merkir styrk, mátt, vald eða stjórn. Aristóteles segir að akrateia taki á sig tvær myndir sem eru hvatvísi (προπέτεια) og veiklyndi (αδυναμία).3 Ein gerð breyskleika er hvatvísi, önnur veiklyndi. Þegar veiklyndar manneskjur hafa ráðið ráðum sínum standa þær ekki við það sem þær afréðu vegna kennda sinna, en hvatvísar manneskjur láta kenndir sínar teyma sig af því þær hafa ekki ráðið ráðum sínum.4 Í báðum tilvikum er um það að ræða að kennd stýri gerðum manns í trássi við skynsemi. Hjá þeim hvatvísu er það vegna þess að skynsamlegum áformum er ekki til að dreifa og hjá þeim veiklyndu vegna þess að annað en skynsemi ræður því hvaða kennd hefur styrk til að stjórna athöfnum manns. Orðið yfir kennd sem Aristóteles notar er paþos (πάθος) og það getur einnig merkt geðshræringu eða eitthvað sem menn líða eða verða fyrir, svo sem óhapp. Við getum teiknað mynd Aristótelesar af sjálfstjórn þeirra sem eru lausir við breyskleika svona. Örin táknar að það sem hún vísar frá stjórni því sem hún bendir á. Mynd 1 Skilningur minn á því hvað er réttast eða best að gera. Það sem ég geri. Heimspekingar sem fjallað hafa um skynsamlega sjálfstjórn á síðustu áratugum draga flestir upp flóknari mynd. Í nýlegum skrifum lýsir Walter Sinnott-Arm- strong5 henni í tveim liðum: Annar tengir saman hvað maður hefur í raun ástæðu til að gera og hvað hann telur sig hafa ástæðu til að gera. Hinn liðurinn tengir ástæður sem maður telur sig hafa, þ.e. skilning á hvað best er að gera, við athafnir hans. Mynd Sinnott-Armstrongs af skynsamlegri sjálfstjórn er því svona: 3 Aristóteles, 2009: 1150b. 4 Aristóteles, 1995: 1150b. 5 Sinnott-Armstrong, 2013. Hugur 2015-5.indd 107 5/10/2016 6:45:23 AM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.