Hugur - 01.01.2015, Síða 107
Skynsamleg sjálfstjórn 107
fjöllun mín snýst um stjórn á eigin athöfnum en margt af því sem ég segi á trúlega
jafnt við um stjórn manns á hugsun sinni. Sá sem ætlar sér, en tekst ekki, að víkja
einhverri hugsun á bug og einbeita sér að öðru bregst sjálfum sér með svipuðum
hætti og maður sem ákveður að hætta að naga á sér neglurnar en nagar þær samt.
Sjálfstjórn og skynsamleg sjálfstjórn
Í sjöundu bók Siðfræði Níkomakkosar fjallar Aristóteles um breyskleika og sjálfs-
aga. Orðið sem hann hefur um breyskleika er akrateia (ακράτεια), stundum ritað
akrasía (ακρασία). Í þessu orði er a neitandi forskeyti og krateia dregið af kratos
(κράτος) sem merkir styrk, mátt, vald eða stjórn. Aristóteles segir að akrateia taki
á sig tvær myndir sem eru hvatvísi (προπέτεια) og veiklyndi (αδυναμία).3
Ein gerð breyskleika er hvatvísi, önnur veiklyndi. Þegar veiklyndar
manneskjur hafa ráðið ráðum sínum standa þær ekki við það sem þær
afréðu vegna kennda sinna, en hvatvísar manneskjur láta kenndir sínar
teyma sig af því þær hafa ekki ráðið ráðum sínum.4
Í báðum tilvikum er um það að ræða að kennd stýri gerðum manns í trássi við
skynsemi. Hjá þeim hvatvísu er það vegna þess að skynsamlegum áformum er
ekki til að dreifa og hjá þeim veiklyndu vegna þess að annað en skynsemi ræður
því hvaða kennd hefur styrk til að stjórna athöfnum manns. Orðið yfir kennd sem
Aristóteles notar er paþos (πάθος) og það getur einnig merkt geðshræringu eða
eitthvað sem menn líða eða verða fyrir, svo sem óhapp.
Við getum teiknað mynd Aristótelesar af sjálfstjórn þeirra sem eru lausir við
breyskleika svona. Örin táknar að það sem hún vísar frá stjórni því sem hún
bendir á.
Mynd 1
Skilningur minn á
því hvað er réttast
eða best að gera.
Það sem
ég geri.
Heimspekingar sem fjallað hafa um skynsamlega sjálfstjórn á síðustu áratugum
draga flestir upp flóknari mynd. Í nýlegum skrifum lýsir Walter Sinnott-Arm-
strong5 henni í tveim liðum: Annar tengir saman hvað maður hefur í raun
ástæðu til að gera og hvað hann telur sig hafa ástæðu til að gera. Hinn liðurinn
tengir ástæður sem maður telur sig hafa, þ.e. skilning á hvað best er að gera, við
athafnir hans. Mynd Sinnott-Armstrongs af skynsamlegri sjálfstjórn er því svona:
3 Aristóteles, 2009: 1150b.
4 Aristóteles, 1995: 1150b.
5 Sinnott-Armstrong, 2013.
Hugur 2015-5.indd 107 5/10/2016 6:45:23 AM