Hugur - 01.01.2015, Side 137
„Gagnrýnin hugsun“ í gæsalöppum 137
þarf útfærslan að velta á samhenginu og þeim dæmum sem þátttakendur sam-
ræðu tengja við.
Ef hugað er að sambandi miðlunar og ákallsins um nýja hugsun eftir hrun er
eflaust hvað áhugaverðast að heyra af reynslu þeirra sem hafa starfað víðar en í
háskólakennslu. Í því samhengi er afar áhugavert að skoða viðtal Róberts Jack
við Brynhildi Sigurðardóttur og Hrein Pálsson, „Að kynnast barnaheimspeki“.68
Í þessu viðtali mætist fólk sem hefur metnað til þess að kynna til leiks marg-
breytilega hugsun sem víðast í samfélaginu með nýstárlegum aðferðum, og hefur
unnið að slíku til margra ára á Íslandi. Það kemur bersýnilega í ljós að miðlunin
krefst einhvers alls annars en að geta notað grein á borð við þessa til þess að tala
um gagnrýni eða gagnrýna hugsun. Hreinn kemur strax inn á að hver hópur
hafi ólíka „dýnamík“ og að byggja þurfi upp traust.69 Það kemur skýrt fram í
viðtalinu að frekara næði skorti til þess að iðka gagnrýni með nemendum. Þótt
gagnrýnin hugsun sé búin að festa sér sess sem eitt af markmiðum nýrrar aðal-
námskrár þá séu þar of mörg markmið og oft þurfi að miða tímann við þau þar
sem auðveldara er að mæla frammistöðu.70 Í samræmi við umfjöllun þessarar
greinar má setja spurningarmerki við það að beintengja gagnrýna hugsun svo
mjög við markmiðssetningu; eitthvað sem hægt er að stunda á milli eitt og tvö
á mánudögum, á undan íslensku og á eftir ensku og mæla framfarir nemenda á
einhvers konar reglustiku gagnrýninnar hugsunar. Brynhildur og Hreinn færa
umræðuefnið handan slíkrar flokkunar þegar þau benda á að heimspekikennarar
eru ávallt þegar íslenskukennarar eða að íslenskukennarar séu alltaf þegar um-
hverfisfræðikennarar. Í anda hinnar styðjandi iðju þá felst skoðun og áskorun á
þekkingarrammann ekki alltaf í að mölva kerfið niður utan frá heldur að koma
auga á hvernig við förum handan flokkunar alla daga, hvernig möguleikarnir til
breytinga leynast í öllum samskiptum.
Að takast á við gagnrýni og vera gagnrýnd, jafnvel þótt aðferðin sé styðjandi og
uppbyggjandi, er eitthvað sem tekur á og vekur upp í okkur tilfinningar. Kannski
vakna upp varnarviðbrögð en fáist næði til að melta gagnrýnina þá er góður
möguleiki á að komast handan þeirra varna og sjá að nýju „gleraugun“ veita nýja
sýn á viðkomandi málefni.71 Eins og Brynhildur lýsir í viðtalinu:
[...] það er í samræðu sem ég kemst í uppnám, eitthvað hefur tilfinninga-
lega áhrif á mig, jákvæð og neikvæð. Að mínu mati snýst góð samræða
um að leyfa þessu að koma upp og vinna úr því, meðal annars. En ég
68 Róbert Jack, Hreinn Pálsson, Brynhildur Sigurðardóttir, 2010.
69 Róbert Jack, Hreinn Pálsson, Brynhildur Sigurðardóttir, 2010: 10.
70 Gagnrýni á slíkar mælingar í skólakerfinu er víða að finna innan gagnrýninna fræða en besta
dæmið er eflaust grein Louis Althusser, „Hugmyndafræði og hugmyndafræðileg stjórntæki rík-
isins“. Sjá Althusser, 2009.
71 Sálfræðingurinn Grada Kilomba sem starfar helst innan kenninga eftirnýlendustefnu kemur
fram með hugmyndir um ákveðið sálrænt ferli varnarviðbragða við gagnrýni sem hún byggir
á hugmyndum Pauls Gilroy. Þetta ferli er samkvæmt þeim ómissandi til þess að maður læri
virkilega að hlusta á aðrar manneskjur. Í þessu ferli fer maður fyrst í gegnum afneitun, síðan sekt-
arkennd, svo skömm uns maður viðurkennir ferlið og reynir að bæta upp fyrir það. Sjá Kilomba,
2010.
Hugur 2015-5.indd 137 5/10/2016 6:45:34 AM