Hugur - 01.01.2015, Blaðsíða 117
Skynsamleg sjálfstjórn 117
annað verkefni fljótlega á eftir sem einnig krefst þess að þeir sigrist á löngun, þá
er geta þeirra til þess minni en þegar þeir ganga óþreyttir til leiks. Þetta gildir
jafnt þó verkefnin séu að öðru leyti ólík og langanirnar sem þeir þurfa að sigrast á
af ólíku tagi. Viljastyrkur virðist sem sagt vera eins og vöðvi að því leyti að hann
missir mátt við áreynslu. Einnig benda rannsóknir til að hann líkist vöðva í því að
styrkjast við þjálfun. Sem dæmi má taka rannsókn þar sem þátttakendur þjálfuðu
sig í að fara vel með peninga og leggja fyrir í stað þess að eyða þeim. Þjálfunin
skilaði ekki eingöngu fjárhagslegum ávinningi því hópurinn varð jafnframt hæf-
ari til að halda í við sig í mat og drykk og skoraði hærra á prófum í sjálfstjórn við
lausn ýmissa þrauta.27
Í skrifum um þetta efni á ensku er orðalagið ego depletion notað og á íslensku
mætti ef til vill nota orðið sjálfsþrot um það þegar viljastyrkurinn örmagnast. Ný-
legar rannsóknir benda til að þreyta við að láta áform yfirvinna langanir sé lík
þreytu við líkamlega áreynslu, þar sem úthald stjórnast í senn af lífeðlisfræðileg-
um ástæðum og sálfræðilegum þáttum eins og áhuga og metnaði.28
Löngu áður en kenningar um sjálfsþrot komust á dagskrá höfðu rannsóknir
sýnt að fólk hefur misjafna hæfni til að haga sér í samræmi við eigið gildismat
og langtímamarkmið. Rannsóknir bandaríska sálfræðingsins Walters Mischel á
þessari gerð af hæfni til sjálfstjórnar hófust á sjöunda áratug síðustu aldar þegar
hann þróaði aðferðir til að mæla hæfni ungra barna til að fresta því að upp-
fylla löngun þegar þau sjá sér hag í því. Í einni af frægustu tilraunum hans gátu
fjögurra ára börn valið milli þess að borða einn bita af sælgæti strax eða bíða með
það og fá þá tvo bita að lokum.29 Á ensku er hæfnin sem Mischel mældi kölluð
trait self-control (skammstafað TSC). Próf til að mæla TSC hafa verulegt forspár-
gildi um gæfu manna og gengi. Þeir sem skora hátt í bernsku skora að jafnaði
líka hátt síðar á lífsleiðinni og gengur vel að tileinka sér heilbrigða lífshætti og
ná árangri í námi og vinnu.30 Á síðustu árum hafa nokkrir rannsakendur kannað
sambandið milli TSC og sjálfsþrots. Mörgum þykja niðurstöður þeirra athugana
sæta nokkurri furðu, því í ljós hefur komið að einstaklingar sem skora hátt á TSC
hafa ekkert meira úthald en aðrir þegar kemur að því að sigrast á freistingum.
Þeir þreytast jafnvel fyrr á að yfirvinna langanir. Reynt hefur verið að skýra þetta
með því að þeir sem skora hátt á TSC-prófi glími sjaldan við sterkar langanir
sem ganga gegn ætlunum þeirra og hafi því litla þjálfun í að nota „sjálfstjórnar-
vöðvann“.31
Með hliðsjón af mynd 3 er freistandi að geta sér þess til að hjá einstaklingum
sem hafa þrek til að standast freistingar, og komast því seint í sjálfsþrot, sé sterk
tenging milli athafna og ásetnings. Á myndinni er þessi tenging táknuð með ör úr
þriðja í fimmta reit. Mér þykir trúlegt að hæfnin sem mæld er með TSC-prófum
varði einkum tengsl langana við skilning á því hvað er réttast eða best að gera.
Á myndinni er þetta samband táknað með næstneðstu örinni sem nær úr öðrum
27 Muraven, Baumeister og Tice, 1999; Baumeister, Gailliot, DeWall og Oaten, 2006.
28 Evans, Boggero og Segerstrom, 2015.
29 Mischel, 1996.
30 Hofmann, Luhmann, Fisher, Vohs og Baumeister, 2014.
31 Imhoff, Schmidt og Gerstenberg, 2014; Hofmann, Kotabe, Vohs og Baumeister, 2015.
Hugur 2015-5.indd 117 5/10/2016 6:45:27 AM