Hugur - 01.01.2015, Síða 151

Hugur - 01.01.2015, Síða 151
Hugur | 27. ár, 2015 | s. 151–164 Páll Skúlason, Háskólapælingar: um stefnu og stöðu háskóla í samtímanum. Háskóla- útgáfan, 2014. 260 blaðsíður. Bókin Háskólapælingar eftir Pál Skúlason, heimspeking og fyrrverandi rektor Há- skóla Íslands, er líklega sértækust af þeim bókum Páls sem komu út á árunum 2013 til 2015. Eins og titillinn gefur til kynna, þá fjallar hún um háskóla, stefnu þeirra og stöðu í samtímanum. Bókin skiptist í þrjá hluta, I Greinar, II Erindi og viðtöl og III Ræður úr rektorstíð. Í fyrsta hlut- anum eru fimm kaflar, 12 til 25 blaðsíður hver, þar sem Páll ræðir þróun og stefnu háskóla hvað varðar rannsóknir, kennslu og stjórnun. Í öðrum hluta bókarinnar eru sjö kaflar, 4 til 14 blaðsíður hver, þar sem Páll ræðir tillögur og kenningar sem miða að því að efla hinn siðferðilega þátt háskólastarfsins. Í þriðja hluta bókarinn- ar, sem inniheldur 12 ræður úr rektorstíð Páls, vakir fyrir honum að „upplýsa hvers vegna [hann] sóttist eftir rektorskjöri og hvaða stefnu [hann] boðaði og ætlaði [sér] að fylgja eftir“ (bls. 27). Bókin er kærkomið innlegg í um- ræðu um stöðu og hugmyndafræði- legan grundvöll háskóla, hvort sem er á Íslandi eða í öðrum löndum. Umræða um þessi mál hefur farið afar lágt í ís- lenskum fræðaheimi en bók Páls gefur kærkomið tækifæri til að taka til umræðu ýmsar hliðar þessa mikilvæga máls. Há- skólapælingar eiga einnig sérstakt erindi við fræðimenn við Háskóla Íslands og aðra sem láta sig afdrif þessarar stofn- unar einhverju varða. Bókin er auk þess merkileg söguleg heimild um rektorstíð Páls og þær áskoranir sem Páll sá fyrir sér að Háskóli Íslands þyrfti að takast á við. Segja má að tveir þræðir gangi gegn- um alla bókina. Annars vegar gagnrýni Páls á hvers kyns tæknihyggju og mark- aðshyggju um háskóla um leið og hann brýnir fyrir lesandanum mikilvægi sið- ferðilegrar visku. Hins vegar trú Páls á háskólana og mikilvægi þeirra, ekki bara fyrir fræði og vísindi, heldur fyrir framtíð siðmenningarinnar. Páll hefur mikla trú á háskólum, en hann er ekki allskostar sáttur við það hvernig þeir hafa þróast. Sannleikurinn er sá að sú stefna sem einkennir háskóla samtímans að leggja höfuðáherslu á vísindalegar og tæknilegar rannsóknir virðist hafa leitt til vanrækslu á hinni siðferði- legu vídd þekkingarinnar. Kennslan veður öll undir merkjum sérhæfingar og við ölum upp sérfræðinga sem eru kunnáttufólk á þröngum sviðum en skortir skilning á samhengi fræða sinna bæði við önnur fræði, við al- mennt siðferði og þjóðfélagið (bls. 26). Þótt Páll taki undir gagnrýni margra á starfsemi háskóla og þau viðmið sem Ritdómar Pælt í háskólum Hugur 2015-5.indd 151 5/10/2016 6:45:39 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.