Hugur - 01.01.2015, Side 133

Hugur - 01.01.2015, Side 133
 „Gagnrýnin hugsun“ í gæsalöppum 133 verufræði. Að möguleikarnir á að vera séu ekki fyrirfram fastmótaðir og gefi manni og konu rými til að vera á iði. Gagnrýnin iðja og hugsun gengur þannig ekki út á að fara eftir tilteknum flokk- um heldur að spyrja sig um sjálfa flokkunina og reyna að sjá handan sjóndeildar- hrings félagslegs skilnings okkar. Þessi iðja gengur ekki út á að máta eða meta skoðun eða dóm út frá skilgreiningu á gagnrýninni hugsun – hún gengur ekki út á að sjá í þessum orðum nýja skilgreiningu til að fara eftir, heldur gengur hún út á að varpa sér út í hið óþekkta og samþykkja ekki status quo ef það reynist manni (eða öðrum) kúgandi. Að hugsa gagnrýnið er að skoða þann þekkingarramma sem er grundvöllur tilvistar okkar og hvernig að hann mótar þær reglur sem við notum til að fella dóma. En hver er þessi þekkingarrammi? Er virkilega hægt að tala um einn þekk- ingarramma? Eru þeir ekki þúsund? Þekkingin sjálf flæðir um allt, sérstaklega með tilkomu internetsins og sístækkandi mannkyns, er abstraksjónin ekki aðeins of mikil þegar aðeins er talað um einn ramma? Þekking eða upplýsingar eru afar flæðandi fyrirbæri. Það felst alltaf ákveðin abstraksjón í því að hugsa, rita og tala á þennan hátt um þekkingarramma. Kannski mætti því segja að þekkingarramm- inn tilheyri hinu þvingaða, almenna. En engu að síður, hvort sem við tölum um einn þekkingarramma eða þúsund þá getur nálgun sem þessi vel boðið upp á mörg ólík sjónarhorn ef hún er löguð að sértæku viðfangsefni eða sett í samhengi á sama hátt og þegar við segjum að við setjum upp kynjagleraugun. Þá vaknar aftur upp spurningin af hverju þessi nálgun er svo einstaklingsbund- in; á endanum eru gleraugu eða hattur aðeins fyrir eina manneskju! Erum við alltaf ein í andófinu? Er manneskjan ávallt ein þegar hún finnur fyrir mörkum þekkingarrammans? Er maður alltaf einn í því að stækka verusviðið með því að skapa nýja þekkingu? Butler er mjög umhugað um andóf, sanngjarnari samfé- lagsgerð og hefur barist fyrir réttindum minnihlutahópa bæði í réttindabaráttu hinsegin fólks og fólks á átaka- og stríðshrjáðum svæðum. Því er hún við fyrstu sýn allt annað en talsmaður einstaklingshyggju. Það er vissulega afar ríkur tilvistarlegur skilningur í þessari sýn á gagnrýni en á sama tíma er mikil meðvitund um hinn/hina (annað fólk) í verkum Butler. Í nýrri verkum hennar er enn fremur mun meiri áhersla lögð á siðfræði en áður og sérstaklega á siðfræðilegt samband okkar við aðra. Butler kemur aftur og aftur að sambandi okkar við aðra og hvernig við bregðumst við varnarleysi þeirra.56 Með það til hliðsjónar verður meðvitund um upplifun annarra af þeim þekk- ingarramma sem myndar sameiginlega tilvist okkar að lykilatriði. Það er ekki alltaf um þekkingarrammann sem skilyrðir þína tilvist að ræða, heldur ert þú oft á tíðum að taka þátt í að búa til þekkingarramma sem að skilyrðir tilvist annarra án þess að þú hafir hugmynd um það! Þú gætir jafnvel verið að byggja upp þekk- ingarmúr sem aðgreinir þig og þína frá öðrum hópum. Umfjöllun um manns eigin stöðu í félagsheiminum sem og meðvitund(arleysi) manns gagnvart stöðu annarra hefur verið ofarlega á baugi gagnrýninna fræða síðustu ára.57 Dæmi um 56 Butler, 2005. 57 Linda Alcoff hefur bent á að við skoðun slíkrar stöðu þurfi að passa að hylma ekki yfir hve fljót- Hugur 2015-5.indd 133 5/10/2016 6:45:33 AM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.