Hugur - 01.01.2015, Síða 162

Hugur - 01.01.2015, Síða 162
162 Hugur | Ritdómar lesenda því hún bregður upp skuggsjá af íslenskri heimspeki sem okkur er hollt að horfast í augu við. Í þessu ljósi fer vel á því að á kápu bókarinnar er mynd af Sól- fari (1990) Jóns Gunnars Árnasonar. Hin síðari ár hefur verkið einna helst notið athygli erlendra ferðamanna þar sem það stendur niður við Sæbraut. Er svo kom- ið að það er eitt af þekktari kennileitum Reykjavíkur. Í fyrstu gæti einhver haldið sem svo að kápumyndin undirstriki að ritið sé fyrst og fremst ætlað erlendum gestum. Svo er þó alls ekki og vert að hafa í huga orð Jóns Gunnars sjálfs um að sól- farið feli í sér fyrirheit um ónumið land. Í samhengi Inquiring into Contemporary Icelandic Philosophy minnir Sólfarið á að viðfangsefni bókarinnar er enn að miklu leyti ónumið land í fræðilegum skiln- ingi. Það mætti líka segja sem svo að enn eigi eftir að rekja fjölmarga þræði í landnámi heimspekinnar í íslensku sam- hengi. Sú túlkun verður áleitnari þegar tekið er tillit til upplifunar lesandans af Íslandskortinu á síðustu opnu bókarinn- ar. Standi lesandinn í þeirri trú að kortið marki á tæmandi hátt þá staði hér á landi sem skipta máli í samhengi íslenskrar heimspeki, skyldi engan undra þótt hann teldi að landið væri að miklu leyti ón- umið.2 Inquiring into Contemporary Icelandic Philosophy vekur m.a. þá spurningu hvort mögulegt væri að ráðast í nákvæmari skrásetningu á ævi, störfum, verkum og aðferðum þeirra sem hafa fengist við heimspekileg fræði í samhengi íslenskrar menningar. Þó ólíku sé saman að jafna má líta til verksins Íslenskir sagnfræðingar (2002 og 2006). Í fyrra bindi þess var safnað saman hefðbundnum æviskrám auk yfirlits um sögu Sagnfræðingafélags Íslands. Í síðara bindinu höfðu starfandi sagnfræðingar hins vegar sjálfir orðið og gerðu grein fyrir helstu viðfangsefnum sínum og aðferðafræðilegum forsend- um.3 Ef við ímyndum okkur verk sem gæti borið titilinn Íslenskir heimspekingar myndi það varla fylla mörg bindi en eins og Inquiring into Contemporary Icelandic Philosophy sýnir fram á er slíkt verk engin fjarstæða. Á hinn bóginn er vandséð hvaða lærdóma við gætum mögulega dregið af slíku verki um íslenska heim- speki. Jakob Guðmundur Rúnarsson 1. Sjá: Rorty, Richard: „The historiography of philosophy: four genres“, Ideas in Context: Philosophy in History. Essays on the histor- iography of philosophy. Ritstj. Richard Ror- ty, J.B. Schneewind og Quentin Skinner. Cambridge University Press. Cambridge, 1984. Bls. 49–75. 2. Því miður verður ekki hjá því komist að gagnrýna myndvinnslu kortsins. Miðað við hve stóran flöt myndin þekur er upp- lausnin ekki nógu mikil og er hún eftir því óskýr. Þannig virðist t.a.m. Skálmarnes við Breiðafjörð ekki vera landfast og væri leiðinlegt ef að slíkar sögusagnir kæmust á kreik. 3. Sjá: Íslenskir sagnfræðingar. Fyrra bindi. Sagnfræðingatal og saga Sagnfræðingafélags Íslands. Ritstjórar: Ívar Gissurarson, Páll Björnsson, Sigurður Gylfi Magnússon, Steingrímur Steinþórsson. Mál og mynd. Reykjavík, 2006; Íslenskir sagnfræðingar. Seinna bindi. Viðhorf og rannsóknir. Rit- stjórar: Loftur Guttormsson, Páll Björns- son, Sigrún Pálsdóttir, Sigurður Gylfi Magnússon. Mál og mynd. Reykjavík, 2002. Hugur 2015-5.indd 162 5/10/2016 6:45:47 AM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.