Úrval - 01.05.1953, Síða 4

Úrval - 01.05.1953, Síða 4
2 ÚRVALi spratt ekki af hvöt til að ná sér niðri á lífinu. Hann varð frægur jafnskjótt og hann fór að skrifa í alvöru. Heimsfrægð hlaut hann fyrir aðra bók sína eftir að hann kom úr fangels- inu. Það var bókin Hvað nú, ungi maður? — En áður en tíu ár voru liðin tók frægð hans að dvína. Síðustu ár- in er hann ýmist að skapa sígild verk eða hann fellur í aumasta volæði andlegt og líkamlegt. Hann dó í febrúar 1947 eftir hóflausa notkun eit- urlyfja — en lokaorsökin var þó fádæma svall með rússnesk- um herforingjum, og austur- þýzkum kommúnistum. Hvað olli því, að maður eins og Rudolf Ditzen, sem ekki var haldinn sjúklegri glæpahneigð, og hafði alizt upp við efnalegt öryggi í strangheiðarlegu um- hverfi, skyldi lenda út á slíka glapstigu? Og hvemig stóð á því, að skáld og rithöfundur með milljónir lesenda utan lands og innan skyldi fremja slík verk sem Hans Fallada gerði sig sekan um, einmitt þegar sköpunarmáttur hans var sem mestur? Hvernig atvikað- ist það, að hægt er að nefna Rudolf Ditzen — Hans Fallada — sem gott dæmi um þjóð- félagsfyrirbærið glataðir synir þýzkra ætta? Rudolf Ditzen óx upp á tím- um, sem einkenndust af hinum hrokafullu nýlendukröfum keis- arans. Hann var 21 árs gamalþ þegar fyrri heimsstyrjöldin skall á og þá þegar var hann orðinn hálfgerður vandræðapilt- ur. En hvernig varð hann það? Faðir hans hafði ákveðið að hann yrði lögfræðingur, en sér til skapraunar komst hann brátt á þá skoðun, að sú von mundi ekki rætast. Foreldrar hans og kennarar, systkini og félagar, ættingjar og vinir virð- ast hafa verið ásátt um, að ekki væri mikils af drengnum að vænta. Hann var kauðalegur og lundstirður, kjarklaus og meyr, mesti hrakfallabálkur og alltaf að meiða sig. Honum gekk illa í skólanum. Menn sögðu, að hann liti aldrei upp — þangað til á daginn kom, að hann hafði sjóngalla. Hann var óvenjulega hræðslugjarn og fullur af órum. Hann var draumóragjarn — og það var skammaryrði! I hópi hversdagslegra, hraustra og lífsþyrstra systkina var hann þróttlaus væskill, sem sagt ætt- leri, og það fékk hann oft óþvegið að heyra, ekki sízt frá foreldrunum. Það virðist eins og hið frábrugðna í fari hans hafi ekki aðeins valdið foreldr- unum vonbrigða, heldur hafi það skoðast sem siðferðisveila hjá drengnum. Heimilislífið var drepið í dróma af reglum og forboðum. Hin eðlilega frelsisþrá syst- kinanna brauzt út í slungnum. lygum og agabrotum. En þegar Rudolf litli reyndi að hrista af
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.