Úrval - 01.05.1953, Blaðsíða 8

Úrval - 01.05.1953, Blaðsíða 8
6 ÚRVAL, árkir af seinni bókinni hafi hann verið orðinn morfínisti. Efni hans hrukku ekki til að afla alls þess eiturs, sem hann taldi sig þurfa. Hann vann þá við kornverzlun í Austur- Þýzkalandi og leiddist út í að hnupla úr sjóði fyrirtækisins. Að afplánuðum fangelsisdómi réðst hann til vistar á stórbýli í Riigen. Einnig þar framdi hann fjárdrátt. Nú varð refs- ingin harðari og lengri. Hann var ekki frjáls aftur fyrr en 1929. Auðvitað hafði hann þá algerlega vanizt af eiturnautn- um. En hann hafði þá einnig glatað öllum áhuga á lífinu. Fyrst eftir að hann var látinn laus dvaldist hann í Hamborg, ófús og vanfær til allra starfa, útskúfaður af fjölskyldu sinni. Það var kona, sem gaf hon- um aftur hugrekki til að lifa. Ung stúlka, að nafni Anna Margarete Luise Issel. Þau giftu sig og fluttu til Neu- munster, litillar borgar í Schles- wig-Holstein, þar sem hann hafði afplánað seinni fangels- isdóminn. Þar hófu þau hjónin lífsbaráttuna. Hann var ráðinn án fastra launa við annað af blöðum borgarinnar, til að safna auglýsingum. Þeim hjónunum fæddist sonur. Dag nokkurn kom fyrir mjög óvænt atvik. Á baðstað nokkr- um við ströndina hitti Rudolf Ditzen fyrrverandi útgefanda sinn frá Berlín. Hann bauð Rudolf stöðu við útgáfufyrir- tækið, þannig að hann ynni hálfan daginn fyrir fullum launum. Fjölskyldan beið ekki boðanna með að flytja til Ber- línar. Einkum að einu leyti var Hans Fallada ekki sami maður og þegar hann reit tvær fyrstu bækurnar. Fangavistin hafði haft það í för með sér, að nú hafði hann hvorki kjark né löngun til að taka upp þráðinn að nýju og skrifa fyrir hönd æskunnar gegn úreltum upp- eldisaðferðum og foreldrasjón- armiðum. Það er eins og hann kæri sig ekki lengur um að rekja samhengið í lífi sínu. Það er eins og fangelsisvistin hafi orðið honum tilefni til að hverfa frá sínum fyrri sjónar- miðum. Hann er bugaður. Auð- mjúklega fellst hann á almenn- ingsálitið, að hann sé vand- ræðagripur. Enginn er mis- heppnaður, sem ekki viðurkenn- ir það sjálfur. Hans Fallada sveik þarna ekki aðeins sjálfan sig, heldur einnig alla skip- brotsmenn lífsins, sem hann hefði getað haldið uppi vörn- um fyrir. Nægilega skarp- skyggnt skáld hefði fylgt fram stefnu fyrstu bókanna og með auknu innsæi flett vægðarlaust ofan af hinni rótgrónu foreldra- harðstjórn Prússlands. Hann hefði komið fólki í skilning um, hvernig ástleysi á bemsku- árunum getur alið af sér alvarlegar skapgerðarveilur hjá þeim sem eru viðkvæm-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.