Úrval - 01.05.1953, Qupperneq 43

Úrval - 01.05.1953, Qupperneq 43
GOÐ SAGA. Smásaga eftir Inger Hagerup. JÁ, nú skaltu svei mér fá að heyra góða sögu, Karen. Skrifstofustjórinn sagði mér hana á leiðinni heim. Ég hafði ekki hugmynd um að hann væri gæddur slíkri kímnigáfu — hann er alltaf svo önuglyndur á skrifstofunni. En það er gam- an þegar maður fær tækifæri til að skyggnast inn fyrir skel- ina. Ég hló mig alveg mátt- lausan. Sagan var meira að segja um . . . bíddu við. Hvern- ig byrjaði hún nú?“ „Mundirðu eftir að borga sjúkrasamlagsgjaldið 1 dag? Það er síðasti dagur á morg- un.“ „Æ, hver skrambinn! Sjúkra- samlagið! Þú gleymdir að taka fram bókina í morgun.“ „Þú veizt víst að hún er í efstu skúffunni í skrifborðinu. Það hefði ekki átt að vera neinn galdur fyrir þig að finna hana.“ „Galdur, galdur. Ég skal muna eftir þessu á morgun, Karen. Drottinn minn, það er vikufrestur enn. Það eru ekki hundrað í hættunni.“ „Nei, ekki fyrir þig, það veit ég. Það lendir alltaf á mér þegar eitthvað fer aflaga. Ég verð líklega að fara sjálf í fyrramálið. Þá verður það að minnsta kosti gert.“ „Æ, er það svona í dag.“ Þögn. Berit glímir við súpuna. Hún er tíu ára. Hún borðar hægt, gætir þess að sötra ekki, gerir sig litla og granna í stólnum, kiprast í öxlunum. Af reynslu veit hún, að maður á ekki að láta fara of mikið fyrir sér hér í heimi. Brún fiski- súpa er versti matur sem hún fær. En hún hefur uppgötvað að hún er eitt af hinum leynd- ardómsfullu tækjum móðurinn- ar til að refsa þeim með, þeg- ar eitthvert þeirra hefur gert eitthvað rangt. Það er ekki til neins að reyna að finna orsök- ina. Súpunni verður hún að kingja. „Mamma, þarf ég endilega að borða hana? Ég er svo pakksaddur að — “ „Þú gerir svo vel og klár- ar, Þór. Við höfum ekki efni á að láta hollan og nærandi mat eyðileggjast.“ Andvörp og stunur heyrast frá Þór: „Ef hún hefði bara ekki verið svona voðalega brún. Það er næstum verst af öllu.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.