Úrval - 01.05.1953, Side 70

Úrval - 01.05.1953, Side 70
68 ÚRVAL að heyra að Hessen-fylki myndi bera mesta hluta kostnaðarins af útförinni. „Því að fjölskyldan er nú eins fátæk og kirkjumús," bætti hann hnugginn við. Hinir völdu staðir í kirkjunni voru nú hólfaðir af með segl- dúks- og tréskilrúmi, svo að hnýsnir kirkjugestir hefðu eng- an pata af verkinu, og gröftur- inn hófst. Nú kom nýtt vanda- mál til sögunnar. I álmu þeirri, sem greftra átti konungana, kom upp mikið af beinum, þar sem engin áttu að vera. Staður- inn hafði bersýnilega verið not- aður af munkum fyrir siðbótina, án þess að nokkrar skýrslur væru til um það. Beinin voru færð varlega um nokkur fet og greftruð aftur, var þá komin nægilega stór gröf fyrir kon- ungakisturnar. Það hefði verið í ósamræmi við allt þetta einkennilega vanda- mál, ef tekizt hefði að koma Hindenburg-hjónunum í gröfina fyrirhafnarlaust. Verkamenn- irnir, sem unnu að starfinu, komu niður á klöpp á tveggja feta dýpi. Afleiðing þessa var, að hinar stóru kistur gátu ekki hvílt neðan við gólfflöt, eins og tilætlunin var. Þremenningarnir íhuguðu hvort gerlegt yrði að sprengja gröfina í klöppina, en töldu eins líklegt, að hinn 236 feta hái turn kirkjunnar gæti hrunið við sprenginguna. Að síð- ustu var húsameistara í borg- inni falið að hækka gólfið í turn- inum um nokkur fet. Nú kom enn ný hindrun til skjalanna. Þjóðverjar höfðu val- ið ráðherra frá Hessen, Dr. Her- mann Brill, sem fuiltrúa sinn við ráðstafanirnar í sambandi við hinar leynilegu greftranir. Dr. Brill, sem var jafnaðarmaður setti sig ákaft á móti allri ráða- gerðinni. Hann var sannfærður um að ógæfa Þýzkalands væri engu síður Hindenburg hers- höfðingja en Hitler að kenna. Hann áleit að kirkjugreftrun væri öllum hinum dauðu of gott hlutskipti. I þetta þrætustapp fóru margir dagar, og lauk því fyrst þegar hinir þrír sárleiðu liðsforingjar fengu Clay her- námsstjóra í lið með sér og sögðu Dr. Brill að halda sér saman. Eftir allt sem á undan var gengið, þykir það í frásögur færandi, að sjálf jarðsetning konunganna og Hindenburg- hjónanna gekk alveg skrikkja- laust og allt fór eftir áætlun. Kisturnar voru fluttar á staðinn með leynd og látnar í grafirnar. En til þess að draga úr áhuga pólitískra angurgapa, sem hefðu hug á að nema burt líkin, voru grafirnar innsiglaðar með stál- þynnum og steinsteypulagi. Tveggja smálesta bjargi var að síðustu ýtt yfir hvora gröf, með miklum erfiðismunum. Nóttina eftir vann steinhöggvari að því að höggva nöfnin á steinana. Það voru aðeins nöfnin og fæð- ingar- og dánardægur — engir titlar. Þar með var lokið öllum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.