Úrval - 01.05.1953, Side 78

Úrval - 01.05.1953, Side 78
76 ÚRVAL Það er hægur vandi að mæla eðlisþyngci sína í baðkerinu heima hjá sér. Hálffyllið baðkerið af vatni. Festið pappírsræmu, með heftiplástri eða öðru svipuðu, lóð- rétt innan á einn baðkersvegginn. Merkið síðan hæð vatnsins á pappírsræmuna. Svo farið þér hægt og gætilega ofan i vatnið, takið fyrir nefið og farið sem snöggvast alveg á kaf í vatnið. Meðan þér eruð í kafi látið þér einhvern merkja á ræmuna við vatnsborðið. Þegar þér eruð kominn upp úr baðkerinu liggur næst fyrir að mæla hve miklu vatni þarf að bæta í baðkerið til að það nái upp að efra markinu á ræmunni. En athugið að dálítið vatn loðir við hár yðar og hörund og byrjið því á að bæta í því sem ávantar til að vatnsborðið nái upp að neðra markinu. Svo hellið þér með lítra- máli í baðkerið þangað til vatnið nemur við efra markið á ræm- unni. Með því að eðlisþyngd vatns- ins er 1, vitið þér nú bæði rúm- tak og þyngd þess vatns sem líkami yðar „ruddi frá sér“ eins og Arkímedes gamli orðaði það. Segjum að þér vegið 90 kg., og að rúmtak yðar sé 95 lítrar. Þá deilið þér 95 : 90 og fáið út 1,055, sem er eðlisþyngd yðar. Nú er hæfileg eðlisþyngdmannsins 1,070, og þá hafið þér fengið þarna ótvíræða sönnun fyrir því að þér eruð of feitur. Af dýratilraunum höfum við ýmislegt lært um það sem skeð- ur í líkamanum þegar fita safn- ast fyrir. Með rafstraum sem leiddur er gegnum hárfínar nál- ar er hægt að valda skemmd í heila tilraunadýrs. Ef skemmd- in er framkölluð á tilteknum stað fær dýrið skyndilega ó- stöðvandi matarlyst. Hungur þess á sér engin takmörk og það leggur sér til munns óæti eins og sag eða sand. Samskonar hungur má stundum greina hjá mönnum sem hafa slasast á höfði, og raunar einnig hjá heil- brigðum barnshafandi konum. Ef hin soltnu tilraunadýr fá eins mikinn mat og þau vilja, hraðfitna þau og tvöfalda þyngd sína á skömmum tíma. Hin náttúrlega saðningsmiðstöð í heilanum hefur verið eyðilögð, sú taugamiðstöð sem stjórnar því að skepnan neytir nákvæm- lega þess sem hún þarf til að viðhalda líkamshita sínum og starfsorku. Þessi saðningsmiðstöð ræður því að næstum öll dýr og flestir menn halda líkamsþunga sínum næstum óbreyttum frá ári til árs. Þegar þessi nákvæmi still- ir er tekinn úr sambandi, gerir vart við sig frumstætt, óslökkv- andi hungur, sem ekki er í neinu sambandi við þarfir líkamans. Dýrið étur meðan nokkuð er til og þess á milli nagar það gólf og veggi búrsins. Hungrinu fylgja greinileg merki ótta og kvíða, sem ekkert fær sefað nema matur. Það er óvíst hvað framkallar þetta frumstæða hungur, sem leynist undir yfirborðinu hjá okkur öllum, en heilinn heldur í skef jum. Hormónar hafa sjálf- sagt einhver áhrif, í því sam- bandi benda menn á hin miklu lystaukandi áhrif hormónlyfs-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.