Úrval - 01.05.1953, Síða 79

Úrval - 01.05.1953, Síða 79
UM ORSAKIR OG AFLEIÐINGAR OFFITU 77 ins cortison. Hugsanlegt er að hér sé um að ræða frumstæðan eiginleika sem býr í frumunum sjálfum. Ekki má gleyma því að hjá flestum dýrum, og mann- inum einnig lengst af sögu hans, hefur skortur á fæðu mest stuðlað að því að koma í veg fyrir offitu. Orsaka fitunnar er því að leita í breyttri matarlyst, sem megnar ekki lengur að laga neyzluna eftir þörfinni. Orsakir þess að stillirinn fer úr lagi geta verið margar: stundum er hann sljóvgaður af langvarandi ofáti, sem örvað hefur verið af venjum og veizlulífi; stundum er það kvíði eða þörf fyrir mat sem einskonar róandi lyf, sem setur hann úr skorðum; í örfá- um tilfellum er um skemmd í heila að ræða. Þegar fitan er farin að segja vel til sín, tekur efnaskiptingin í frumunum breytingum, þær taka að brenna fitu. Heilbrigð dýr og menn nota einkum þrúgusykur sem ,,eldsneyti“ í frumunum til að framleiða þá orku sem þarf til að viðhalda líkamshitanum og leysa af hendi vöðvastarf. Blóðið flytur sykurinn til frumanna jafnóð- um og hann eyðist, frá birgða- stöðvum líkamans, fyrst og fremst lifrinni. En þessar birgðastöðvar hafa takmarkað geymslurúm, og þegar líkaman- um berst meiri næring en þar rúmast, safnast hún fyrir sem fita. Fitan safnast víða fyrir í líkamanum, en einkum þó undir húðina framan á kviðnum. Feitu tilraunadýrin okkar skipta að mestu leyti yfir í fitu- brennslu úr sykurbrennslu í frumunum. Fæða þeirra, sem mest er sykur og önnur kol- vetni, breytist fljótt í fitu og þannig er henni brennt. Þessi gagngeru skipti á eldsneyti er sennilega neyðarráðstöfun, knú- in fram af skyndilegri þörf á að koma fyrir umframnæringu í forðavefjum líkamans. Það má sem sé greina nákvæmlega eins viðbrögð hjá dýrum sem vanin eru á að neyta alls dagskammt- arins á einum klukkutíma, sem hægt er að gera smámsaman þegar dýrin hafa lært að skilja að þau fá ekki mat nema einu sinni á dag. Þessi dýr breyta í skjótri svipan allri fæðu sem þau taka til sín í fitu, og annast svo orkuframleiðsluna allan sól- arhringinn með því að brenna fitubirgðunum. Breyting eldsneytisins úr sykri í fitu er athyglisvert fyr- irbrigði með tilliti til hinna sér- stöku fylgikvilla offitunnar. Æðakölkun, sem er ein af tíð- ustu dánarorsökum meðal vest- rænna þjóða, er nátengd fitu- mynduninni í líkamanum. Fyrsta stig æðakölkunar er söfnun fitu í æðaveggina; sjúk- lingar með æðakölkun hafa meira magn af vissum fituteg- undum í blóðinu en heilbrigt fólk, og framkalla má æðakölk- un í dýrum með því að ala þau
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.