Úrval - 01.05.1953, Qupperneq 83

Úrval - 01.05.1953, Qupperneq 83
ÞEGAK JÖRÐIN FÆDDIST 81 breytast stig af stigi og enda loks sem blý. Með því að vega úraníummagn í kletti á móti blýinu í honum er hægt að reikna út hve langt er síðan kletturinn varð til. Efnagreiningar geislavirkra kletta víðsvegar um heim benda til þess að jarðskorpan hafi harðnað fyrir um þrem milj- örðum ára. Aðrar aldurs- ákvarðanir, s. s. hlutfallið milli saltsins í sjónum og þess salts sem árlega berst til sjávar með ám og lækjum, benda til að sköpun jarðarinnar eigi sér ákveðið upphaf í tíma. Sá tími er aldrei talinn nær en tveir ármiljarðar og aldrei fjær en fjórir eða fimm. Augljóst er að jörðin er miklu eldri en menn hafa haldið fram að þessu. Þegar við snúum okkur frá spurningunni um það hvenœr jörðin hafi verið sköpuð og að spurningunni um það hvernig hún varð til, vandast málið. Sérhver rannsókn á upphafi jarðarinnar verður að byrja á þekkingunni á núverandi ásig- komulagi hennar. Og þó að stjörnufræðin hafi frætt okkur ýmislegt um alheiminn allt út í miljarð ljósára fjarlægð, nær þekking okkar á því sem und- ir fótum okkar er aðeins nokk- ur þúsund metra niður. Það dýpsta sem borað hefur verið í jörðu er 6240 metrar (olíu- brunnur í Wyomingfylki), en það er aðeins þúsundasti hluti af fjarlægðinni til miðdepils jarðar. En eitt virðist áreiðanlegt: í iðrum jarðar er ofsalegur hiti. Hitamælingar í námum sína að hitinn vex um því sem næst 3° á C. á hverjum 100 metrum. Á 3 km. dýpi er hit- inn kominn upp í suðumark vatns og á 50 km. dýpi er hann kominn upp í bræðslumark bergtegunda. Á þessu dýpi eiga hraun og eldfjöll venjulega upptök sín. Nýjustu uppgötv- anir benda til að mikið af hit- anum í efri lögum jarðarinnar komi frá geislavirkum efnum sem finnast í ríkum mæli ná- lægt yfirborðinu. Þegar dýpra kemur verður hitahækkunin hægari, og í kjarna jarðarinn- ar mun hitinn vera um 5500°, eða svipaður og á yfirborði sólarinnar. Flestir jarðeðlisfræðingar telja að jörðin sé gerð af þrem sammiðja meginhvelum. Hún getur ekki verið allt í gegn úr samskonar bergtegundum og við sjáum á yfirborðinu, því að þá mundi þyngd hennar vera aðeins helmingur þess sem hún er (6600 trilljónir lesta). Allar niðurstöður hníga að því að kjarni jarðarinnar sé feikna- stór hnöttur úr bráðnu járni (ef til vill svolítið blandað nikkel og öðrum málmum), 6500 km í þvermál eða álíka stór og Mars. Efniseigindir þessa mikla hnattar eru ókunn- ar, því að hinn geysilegi þrýst-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.