Úrval - 01.05.1953, Side 90

Úrval - 01.05.1953, Side 90
-CRVAL 88 Bandaríkjunum, eru þeir fleiri á sumrin en veturna. Mótstöðuafl gegn næmum sjúkdómum er minna í hitabelt- isloftslagi en tempruðu. Dauðs- föll af völdum bráðrar botn- langabólgu eru hlutfallslega helmingi færri í nyrztu ríkjum Bandaríkjanna en þeim syðstu. Á berklahæli í Cincinnati, sem er borg í einu miðríkinu, er eftirtektarvert hve sjúklingar frá Suðurríkjunum hafa rninna mótstöðuafl en sjúklingar frá Norðurríkjunum. Alvarlegustu áhrif hitans eru þó ef til vill sljóvgun hugsunar- innar, með tilliti til almennrar velferðar mannkynsins. í Cin- cinnati, sem er rétt sunnan við 40° n.br., voru háskólastúdent- ar látnir ganga undir sama greindarpróf á miðjum vetri og miðju sumri. Árangurinn á sum- arprófinu varð 40% lakari en á vetrarprófinu. Ekki hefur orðið vart samskonar mismunar norð- ar í Bandaríkjunum. Af framansögðu er ljóst, að loftslagið hefur mikil áhrif á afkastagetu mannanna, bæði andlega og líkamlega. Tempr- uðu beltin veita bezt skilyrði til mannlegs þroska, enda hafa þjóðirnar sem þau byggja lagt mestan skerf til framfara mann- kynsins. En þessum kostum hins tempraða loftslags fylgja hætt- ur. Geðveiki og taugaveiklunar gætir miklu meira á þeim svæð- um jarðarinnar þar sem lofts- lagið er mest örvandi. Æða- kölkun og hjartasjúkdómar, sykursýki, krabbamein og aðr- ir bilunarsjúkdómar eru þar miklu tíðari en í hitabeltinu þar sem næmir sjúkdómar leika lausum hala. Á undanförnum tíu þúsund árum hafa loftslagsbreytingar látið eftir sig greinileg spor. fsöldin var þá afstaðin, síðan hafa skipzt á tímabil stöðug- leika og vaxandi hita. Merki eru um fimm slík tímabil á þess- um 10000 árum. í kringum 850 náði eitt mesta hlýviðrisskeiðið hámarki sínu og hefur það án efa stuðlað að ferðum norrænna víkinga til fslands og Grænlands og landnámi þeirra þar. Eftir tólf hundruð tekur aftur að kólna og dofnar þá yfir hinni glæsilegu menningu Islendinga og norræn byggð á Grænlandi eyðist. Og nú er hitinn á jörðinni enn á ný vaxandi, var kringmn 1930 orðinn jafnmikill og fyrir þús- und árum. Hvort þessi hita- aukning á eftir að halda áfram skal engu um spáð. En hún hef- ur þegar þokað byggð manna lengra norður á bóginn og bætt lífsskilyrði þeirra þjóða sem lifað hafa við norðurmörk hins byggilega heims. Einkum er þetta afdrifaríkt fyrir Kanada og Sovétríkin sem eiga mikil landflæmi, er verið hafa lítt byggileg eða óbyggileg fram að þessu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.