Úrval - 01.05.1953, Blaðsíða 94

Úrval - 01.05.1953, Blaðsíða 94
92 tíRVAL, var þegar orðinn allfróður um bygginguna, en þurfti að kynna mér vel allt viðvíkjandi dyrum og lásum. Steinninn var geymdur í eins- konar hylki undir sætinu á krýn- ingarstólnum. Ég athugaði hann nákvæmlega. Hann er illa til- höggvinn sandsteinn, um 43 sentímetrar á breidd, 68 á lengd og 27 á hæð. Hann vegur rúm 180 kg. Á báðum endum hans er keðja sem endar í járnhring, og eru þetta handföng til þess að hægt sé að bera hann. Áður en ég fór út úr kirkj- unni, gaf ég mig á tal við einn af umsjónarmönnunum. Hvern- ig gátu þeir haldið öllu svona hreinu? Það hlaut að koma heill her af hreingemingarmönnum á kvöldin, þegar búið var að loka kirkjunni. Ekki það? Ég skrifaði þetta á bak við eyrað. Ég spurði fleiri spurninga og komst að því hvar skrifstofa næturvarðarins var. Þegar ég fór út úr kirkjunni, hafði ég fræðzt það mikið, að það átti að nægja til þess að innbrotið gæti heppnazt. Mest- an hluta nætur reikaði ég um strætin í nágrenninu, athugaði dymar á byggingunni og kynnti mér lögreglueftirlitið. Ég var þreyttur, þegar ég fór með lest- inni til Glasgow morguninn eft- ir, en harðánægður. Ég vissi nú fyrir víst, að fyrirtækið var framkvæmanlegt, þótt við mikla erfiðleika væri að etja. Við Neil gerðum eftirfarandi áætlun. Annar okkar átti að fela sig í Westminster Abbey, þegar kirkjunni væri lokað. Ég tók það hlutverk að mér, því að ég átti uppástunguna. Eftir að lokað hefði verið, ætlaði ég að bíða í felustað mínum til klukkan 2 eft- ir miðnætti, eða þar til nætur- vörðurinn hefði lokið eftirlits- ferð sinni. Þá ætlaði ég að skrúfa læsinguna frá útidyrunum og hleypa félaga mínum inn. Því næst ætluðum við að losa stein- inn úr stólnum, binda hann á járnstöng og bera hann út, þar sem lítill bíll átti að bíða okkar. I kyrrlátri hliðargötu átti að sel- flytja steininn yfir í stærri bíl, sem síðan átti að flytja hann beint til Dartmoor, þar sem við hugðumst fela hann fyrst um sinn. Litli bíllinn átti svo að aka á fleygiferð til Wales, til þess að blekkja lögregluna. Þetta var ágæt áætlun. En þegar á hólminn kom, varð að gera á henni miklar breytingar vegna ófyrirsjáanlegra atvika. Ég taldi jólin heppilegasta tímann, því að Englendingar skemmta sér þá jafnan mikið, og ég hélt því fram, að við ætt- um að koma þeim að óvörum meðan þeir lægju í vímunni. Neil var bundinn við annað alla há- tíðisdagana og áleit að áætlun- in gæti verið jafngóð á öðrum tíma. En ég var þrár. Leyndar- mál af þessu tagi batna ekki með aldrinum, eins og göfugt vín. Auk þess var ég búinn að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.