Úrval - 01.05.1953, Page 95

Úrval - 01.05.1953, Page 95
HVARF KRÝNINGARSTEINSINS 93 taka lokaákvörðun mína og ég var ekki viss nema mér gæti snúizt hugur, ef ég fengi ekki að ráðast í fyrirtækið strax. „Ég fer einn,“ sagði ég. Þá var það eitt kvöld að ég fór á háskóladansleik með Kay Mathieson, ungri kennslukonu, sem hafði sömu stjórnmálaskoð- anir og ég. Kay er Hálending- ur, lág vexti og dökkhærð. Ég var í slæmu skapi og var að velta því fyrir mér, hver af kunningjum mínum myndi vilja fórna jólaleyfinu og koma með mér til London. Allt í einu varð mér það ljóst. Kay var hug- sjónamanneskja, sem myndi ekki horfa í að færa fórnir fyrir mál- efnið. Falleg kona er aldrei grun- uð, og hugrökk kona myndi vekja hrifningu í brjóstum manna um allan heim. Ég lét glasið mitt á borðið og ávarpaði hana eftir tíu mín- útna þögn: „Hvað ætlar þú að gera um jólin, Kay?“ „Ég fer heim,“ sagði hún. „Ég ætla að fara til London til þess að sækja krýningarstein- inn.“ Hún hló. „Ég meina það,“ sagði ég, og það var satt. „Viltu vera mér til aðstoðar?" „Nei,“ svaraði hún, en hún meinti „já“. „Hvað get ég gert?“ Nú fór að komast skriður á málið. Sem þriðja aðstoðarmann okkar völdum við Gavin Vernon, 24 ára gamlan verkfræðistúdent, sem hefur unun af áhættusöm- um uppátækjum, eins og sönn- um Skota sæmir. Hann er lágur vexti, en sterkur vel. Hann átti að verða aðalökumaður okkar, og fyrsta verk hans var að leigja bíl — 12 ára gamlan Ford. Undirbúningnum var nú lok- ið og við gátum farið að leggja af stað. Við hittumst eins oft og við höfðum tíma til og rýnd- um í uppdrætti okkar og teikn- ingar. Eg haf ði útvegað mér inn- brotstæki, þar á meðal 24 þuml. langt klauf járn, sem ég var af- arhreykinn af. Ég kom klauf- járninu, þjölum, vír, sög, skrúf- lykli og öðrum verkfærum fyrir hér og þar innan á mér. Á síðustu stundu réðum við fjórða manninn, Alan Stuart, sem gat útvegað Angliabíl. Hann var hár náungi, ljóshærður, með hreinskilnislegan svip. Hann var ekki nema tvítugur og virtist yngri. Loks, að kvöldi föstudagsins 22. desember, stigum við upp í bílana og ókum frá Glasgow eft- ir þjóðveginum til suðurs. Síðdegis næsta dag komum við til London, ókum framhjá bygg- ingu Scotland Yard og þinghús- inu og stefndum til Westminster Abbey. Við athuguðum kirkj- una öll í sameiningu. Enda þótt við hefðum ekkert sofið um nóttina, vorum við á- kveðin í að ráðast í verkið um kvöldið. Þegar við höfðum snætt kvöldverð og haldið lokaráð-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.