Úrval - 01.05.1953, Síða 102

Úrval - 01.05.1953, Síða 102
100 TJRVAL, yfir götuna.“ Ég settist í bílinn við hlið hennar og lokaði hurð- inni og kveikti ljósin. Ég þreif- aði yfir í aftursætið, fann frakka Alans og breiddi hann vandlega yfir steinbrotið. Svo tók ég utan- um Kay. Hún var alveg róleg, eins og við værum að koma heim af dansleik. Þetta var þriðja svefnlausa nóttin okkar, og við vorum bæði svo örþreytt að okk- ur var sama um allt. Við fund- um ekki til ótta. Lögregluþjónninn nam staðar fyrir framan okkur. „Hvað er hér á seiði?“ þrumaði hann. Við Kay hættum ekki að faðmast fyrr en hann hafði haft tæki- færi til að sannfæra sig um það sjálfur. „Það er aðfangadagskvöld, lögregluþjónn," sagði ég. „Aðfangadagskvöld!" svaraði hann. „Klukkan er orðin fimm, það er kominn jólamorgun, og þér eruð hér á einkalóð. Hvers- vegna ókuð þér af stað, þegar þér sáuð mig koma?“ „Ég vissi, að við máttum ekki vera hérna,“ sagði ég auðmjúk- ur. „Við kveiktum ljósin til þess að sýna yður að við værum fús að halda áfram.“ „En hvert getum við farið?“ spurði Kay til þess að blekkja hann enn betur. „Það er allt of mikil umferð á götunum.“ ... „Þér ættuð að vera komnar heim til yðar,“ sagði hann í ströngum tón við hana. En svo fór okkur ekki að verða um sel. Hann tók af sér hjálminn og lagði hann á bílþakið. Hann kveikti sér í sígarettu og það benti allt til þess, að hann ætl- aði að standa þarna meðan hann reykti hana. „Það er dimmt bílstæði hérna rétt hjá,“ sagði hann. „Gott,“ sagði Kay og stakk höfðinu í gin ljónsins. „Við get- um alltaf náð í yður til þess að taka okkur og hýsa okkur í notalegum fangaklefa.“ „Nei, nei,“ sagði lögreglu- þjónninn íbygginn. „Enginn lög- regluþjónn í London myndi handtaka ykkur í nótt.“ „Heppileg nótt fyrir glæpa- menn!“ sagði ég, og við hlógum öll. Meðan á þessu samtali stóð, heyrðum við þrusk bak við tré- girðinguna. Kay heyrði hávað- ann líka og við fórum að tala hærra en áður. Alan og Gavin hlutu að heyra til okkar og vara sig á hættunni. En svo sá ég að hurðin á girðingunni opnað- izt hægt. Höfuð og herðar Ga- vins komu í ljós. Allt í einu var sem hann stirðnaði upp. Hann hafði séð lögregluþjóninn. Hann þokaðist hægt aftur á bak og dyrnar lokuðust. Lögregluþjónninn lauk við að reykja sígarettuna og setti upp hjálminn. „Nú skuluð þið koma ykkur af stað,“ sagði hann. Kay ræsti vélina. Aldrei hefur bifreið verið ekið jafn skrykkj- ótt af stað; aldrei hefur bifreið verið ekið í jafnmiklum hlykkj- um. Ég leit um öxl; eins og Kay
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.