Úrval - 01.05.1953, Page 105

Úrval - 01.05.1953, Page 105
HVARF KRÝNINGARSTEINSINS 103 líða hálf önnur klukkustund þar til lögreglan hefði skipulagt lið sitt. Ég varð að komast út úr borginni og fela steininn. Gallinn var sá, að ég þekkti ekki leiðina. Ég var orðinn rugl- aður af svefnleysi og villtist í völundarhúsi strætanna. Grá og kuldaleg dögun var að rísa í austri, þegar ég fullur örvænt- ingar ók eftir hliðarstræti einu. Þá skeði síðasta kraftaverkið. Ég sá þá Gavin og Alan koma þrammandi eftir götunni. Ég snarhemlaði og hrópaði: „Ég er með hann! Eg er með hann! Sjáið þið, hann er hér!“ Ég gat aðeins tekið annan þeirra með mér, því að ég var hræddur um að fjaðrir bílsins þyldu ekki meiri þunga. Alan varð fyrir valinu. Við ákváðum að hitta Gavin hjá Reading- brautarstöðinni klukkan fjögur síðdegis. Svo ókum við Alan af stað til suðurs með steininn, uppgefnir en sigrihrósandi. ,,Ég gerði það einn! Ég gerði það einn!“ Hundrað sinnum sagði ég Alan frá því sem skeð hafði eftir að ég skildi við hann í kirkjunni. Svo sagði Alan mér sína sögu. Þegar hann og Gavin heyrðu okkur aka burt, lædd- ust þeir niður stiginn, næstum á hælunum á lögregluþjóninum. Þeir komu til bílastæðisins rétt í því að við Kay vorum að aka burt í Anglíabílnum. Þar sem þeir fundu ekki bíllyklana í frakkavasa mínum, töldu þeir víst að ég væri með þá á mér. Þá ók lögreglubifreið framhjá. Þeir þóttust vita, að allt væri komið upp og reikuðu stefnu- laust um strætin, þar til ég, fyr- ir guðs náð, rakst á þá. „Hvað varð um frakkann minn?“ spurði ég. Alan leit kvíðinn kringum sig. „Tókstu hann ekki?“ spurði hann. „Við skildum hann eftir bak við bílinn.“ Þetta var alvarlegt áfall, því að nafnið mitt var í honum. Við höfðum náð í steininn, en við höfðum líka skilið eftir fullkom- ið sönnunargagn, fært lögregl- unni það upp í hendurnar. Við Alan ókum suðaustur, í áttina til Rochester. Þegar við voru komnir út í sveitina, beygð- um við inn á hliðargötu, sem lá frá þjóðveginum. Því næst los- uðum við steininum út úr bíln- um, lögðum hann í grunna holu og þöktum hann greinum af brómberjarunnum. Þetta var ekki góður felustaður, en eins og á stóð, áttum við ekki á betra völ. Við vorum þess fullvissir, að lögreglan hefði náð númerinu af bílnum. Auk þess var ekki þor- andi, eftir viðureign mína við leynilögreglumanninn, að láta mig koma nálægt steininum. Það virtist bezta lausnin, að Alan færi einn að hitta Gavin hjá Reading-brautarstöðinni klukk- an fjögur. Þeir gátu leigt sér annan bíl og flutt steininn til Dartmoor, en ég átti að leiða
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.