Læknaneminn - 01.04.1994, Side 68

Læknaneminn - 01.04.1994, Side 68
morfíns á öndunarstöðvar geta aukist í kjölfar minnkandi verkja. Verkir minnka nefnilega næmi öndunarmiðstöðvarinnar í mænukylfunni fyrir hemjandi áhrifum morfins (29,39). Afþessari ástæðu er að j afnaði óþarft að hafa áhy ggj ur af öndunarbæl ingu af völdum morfíns meðan sjúklingur er með verki (49). Meðferð. Byrjið með bólgueyðandi gigtarlyfí og veiku morfini (til dæmis T. naproxen 500 mg x 2 og T. kodein 50 mg x 6 eða sterku parkódini 30/500 2 x 4-6). Hafi þetta ekki veruleg áhrif innan fárra klukkustunda skiptið þá kodeini yfír í morfínsúlfat 10 mg x 6 (eða morfínforðatöflur' 30 mg x 2) og hækkið morfínskammtinn í a.m.k. annað hvert skipti ef með þarf. Ef verkurinn lætur ekki undan á fyrsta sólhringnum með ofangreindum aðferðum, bætið þá við barksterum, t.d. dexamethason 4-8 mg dagl. eða prednísólón 20-40 mg daglega. Ef sjúklingurinn er ekki orðinn verkj alaus innan fárra daga veltið þá fyrir ykkur að bæta við staðdeyfingu, þríkringdu þunglyndislyfi eða verkjalyfjum gefnum um hryggjariegg- Ef um samfelldan hreinan taugaverk er að ræða ber að hefja strax meðferð með þríkringdu þunglyndislyfí ásamt sterku morfíni. Oft reynist nauðsynlegt að bæta ofan á þetta bólgueyðandi gigtarlyfi og jafnvel barksterum vegna samtíma taugaþrýstings og æxlisíferðar í taug. Mikilvægt erað hafa í huga að verkjaáhrif þríkringdu lyfjanna þurfa ekki að koma fram fyrr en eftir 7-14 daga sem er þó að jafnaði heldur fyrr en þegar um áhrif á þunglyndi eraðræða. Einnigþarfoftlægri skammtaaflyfjunum þegar sóst er eftir verkjaáhrifum, t.d. getur nægt að gefa amitryptilín 50-75 mg/dagl. og öldruðum enn lægri skammta (20-50 mg/dagl.) (50). Sumir þurfa þó mun hærri skammt til þess að ná sem bestum árhrifum á verkinn. Meinvörp í beinum Æxlisvöxtur í beinum, hvort sem um er að ræða frumæxli eða meinvörp, er algengasta orsök verkja meðal krabbameinssjúklinga (51). Þótt illkynja æxli, upprunnin í beinum eða brjóski, séu sjaldgæf eru meinvörp í beinum þeim mun algengari og eru meinvörp í hryggsúlu og rifjum algengust. Verkur af völdum beinæxla getur átt uppruna sinn í beininu sjálfu (vegna losunar verkjavaka), í þrýstingi á aðliggjandi taug (t.d. mænutaug) eða frá vöðvakrömpum sem frá meininu stafa (17,52). Enda þótt ekki sé enn nákvæmlega vitað hvernig verkur í beini verður til, þá er talið víst að prostaglandin losni úr æxlisfrumum og auki næmi taugaenda fyrir verkjaboðefnum (53,54). Hins vegar verður að hafa í huga að oft er um blandverk að ræða, það er fleiri en ein verkjaorsök er til staðar samtímis. Þannig getur æxli íhryggjarliðtil dæmisvaldiðverkjumáa.m.k.þrennan hátt: gegnum prostaglandin og önnur taugavirk efni, með beinum þrýstingi á taug og með inn vexti í taugina. Þess vegna reynist oft nauðsynlegt að gefa margs konar verkj alyf samtímis ef unnt á að reynast að vinna á verknum (17). Sérstakt vandamál í sambandi við verki frá beinmeinvörpum, og reyndar beinæxlum yfirleitt, eru slæmir verkir sem koma í kjölfar örbrota (e. microfractures) en þær eru þeim mun algengari sem bein er veikara af völdum æxlis og/eða úrkölkunar. Verkir frá örbrotum eru lítt viðráðanlegirmeð lyfjum, heldur koma þar að mestu gagni ráðleggingar um minna álag á brothættan stað, spelkur og önnur hjálpartæki (t.d. staf, hækjur eða göngugrind) sem létta álagið. Verkir vegna meinvarpa í kúpu og kúpubotni eru oft á tíðum erfítt vandamál (55), bæði vegna þess að erfítt getur verið að greina meinvörp þar (beinskann, tölvusneiðmyndir) og einnig vegna þess að oft er um taugaskemmdaverki að ræða sem koma fram sem verkir í andliti (56). Það er því afar mikilvægt að hafa þennan meinvarpastað í huga þegar skjólstæðingur kvartar undan verkjum í andliti. Meðferð. Eftir nákvæma verkjaskoðun, þar sem reynt er að ganga úr skugga um hvort um taugaverk geti verið að ræða, er að jafnaði best að heíja meðferð með salilyfí. Ef um “hraustan einstakling” er að ræða er oft nægilegt að hefja meðferðinameð naproxen 250- 500 mg x 2 eða þá indómetasín 50 mg x 2. Hér á landi hefur verið viðloðandi að gefa hærri skammta af indómetasíni, allt upp í 200 mg á sólarhring, en slíkt 1 Morfínforðatöflur er afskiljanlegum ástœðum ekki unntað nota eftirþörfum, tilþessfrásogast morfínið úrþeim ofhœgt. Það erþví mikilvœgt að sjúklingurinn hafi einnig hjá sér hraðverkandi morfínform, svo sem morfin lausn, sem unnt er að fá íýmsumstyrkleikum. Sem p.n. skammtur ergefinn 1/4 -1/8 af sólarhringsskammti sjúklingsins ogþeim mun minna hlutfall sem sólarhringsskammturinn er stcerri. 62 LÆKNANEMINN 1 1994 47. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.