Skírnir - 01.01.1863, Blaðsíða 29
Prnkklnnd.
FRJETTIR.
31
vönd sinn a?) Juarez og ráfianautum hans, sem bœbi eru taldir um-
bótamenn í landinu og hafa þegar traust og fylgi allra landsbúa.
þab hefur og ávallt gefib illan grun, er menn hafa viljaÖ neyöa
velgjöröum upp á afcra. Landsbúar hafa nú snúizt til eindrægni og
ætla aÖ verjast yfirganginum rneöan kostur er á. 20. okt. gengu
fulltrúar landsins á þing. þá flutti Juarez langt erindi um ástánd
landsins. Heföi hann' þegið völdin, sagði hann, af litlum róstuflokki,
einsog títt hefði verib um marga í Mexico, mundi hann í byrjun
atfaranna hafa sjálfkrafa farií) forflótta af landi burt og þannig af
stýrt óhöppum og voða; en nú hefbi hann rá& landsins í trausti
allrar þjóðarinnar, er vildi verja sig áþján og vansa, og því myndi
hann halda þeim svo lengi, sem lög stæöu til. — Hvaö sem Napó-
leon keisari hyggur til um stjórn í Mexico, þá þykir engum efamál,
aö hann ætlar sjer aö komast í þann ráÖasess í landinu, aö hann
megi vega sjer sjálfur úr sjóöi þess svo mikið, að hann eða Frakk-
land megi verða af sæmdur. Yröu nú erfiðislaunin metin til land-
eigna, væri förin orðin bæöi til fjár og fremdar; Frakkland næði
aptur kostagóðum löndum fyrir vestan haf, ný braut yrði lögÖ til
forustu fyrir rómversku kyni, til framfara eptir frakknesku sniöi,
til verzlunarauka, og s. frv. Enn hafa margir getiö til, aö keisar-
inn fyrir þá skuld hafi viljaö festa fót sinn í Mexico, aÖ hann þaðan
ætti hægra meö aö skakka leikinn í Bandaríkjunum. Hafi rjett verið
til getiö um þenna hyggjuflug keisarans, þá hefir nú arinn á fána
hans orðið seinfleygari, en hann á vanda til. LiÖ þaö er hann
sendi í fyrstu var tæpar ö þúsundir manna. Var fyrir því Lorences
hershöföingi. Frá Orizaba (einni af þeim 3 borgum er bandamenn
tóku hersetu i) rjeðust Frakkar upp í landið aö víggyröri borg, er
Puebla heitir. Almonte og sveinar hans voru þessa mjög fýsandi
og kváðu lítið mundu fyrir standa. En Frakkar voru skammt á
leið komnir, áöur hershöföingi Juarez, Zaragoza, kom móti þeim meö
miklu liöi. Hann felldi og handtók af Frökkum nokkur hundruð
manna og náöi miklu af farargerfi þeirra og vistum, svo þeir uröu
aö hverfa aptur viö svo búið. Síöan hafa þeir aö mestu haldiö
kyrru fyrir í Vera Cruz og Orizaba, en hafa nú fengið mikinn liðs-
kost, og til forustu Forey hershöfðingja, er fjekk mikinn oröstír í
stríöinu á ítaliu (1859). Nýlega (í febrúarmán. þ. á.) bárust sögur