Skírnir - 01.01.1863, Blaðsíða 52
54
FRJETTIK.
P>zkaland.
þab um lagavenju fram og heimild laga. Fulltrúadeildin setti lýritar-
vörzlu gegn þessari skilning grundvallarlaganna og tiltektum herranna,
en lýsti þær ólögmætar meb öllu. Vib þetta stób, er þinginu var
slitib (13. október). Leikurinn barst nú úr þingsalnum út um
landib. Briminu sló nibur vib strönd inni en bobar risu því meir.
Blöb stjórnarinnar og jungherranna geysubu mjög móti fulltrúunum
og framfaraflokkinum, en hin andæptu sem mátti, og stóbu þá verr
ab vígi, því sektir og uppnám lá vib, ef eigi var hófs gætt. þó
mundi fleiri bragba í leitab af hvorumtveggju. Stjórnin vjek þeim
úr embættum, er rábizt höfbu til andmæla á þinginu, eba tók af þeim
feitar og vildar sýslur og fjekk þeim abrar verri og óvildari. Vib
þessu gátu hinir eigi annab gjört en skjóta fje saman handa þeim,
er urbu fyrir slíkum halla. Stjórnin lagbi hjer bann fyrir, en mátti
þó eigi vib gjöra. þá voru og erindrekar sendir og bob til allra
hjeraba landsins, er kvöddu alþýbu manna til ab senda nefndir á
fund konungs og tjá honum traust sitt og hollustu. Vjekust allir
góbir sýslumenn vel vib þessum bobum, en lendir menn stefndu leigu-
libum sínum á sinn fund og bubu þeim ab fara svo þegnlega ferb,
en hótubu hörbu ella. Meb þessu móti fjekk stjórnin því til leibar
komib, ab hver nefndarlestin lagbi af stab á fætur annari til Potsdam
á konungs fund. Voru hjer öllum kennd lík abkvæbi, enda mun eigi
hafa verib vanþörf á, því búkörlum og mörgum öbrum var eigi meir
en svo ljóst, hvab um var ab vera. Allir kvábu hib sama : tign kon-
ungsins gnæfbi yfir allt á Prússlandi, og þvi yrbi allir ab hlíta hans
vísdómi og vilja til allra þjóbmála, og s. frv. Ab vísu tókst mis-
jafnt til meb orbavalib, en allir lögbu sig mjög fram til aubmýktar
og hjartnæmis. I einni ávarpsræbunni var svo komizt ab orbi:
(lVjer lifum í því efalausa og fagnabarríka trausti, ab Prússaþjób
undir ybar konunglegu hátignar veldis-sprota gangi meir og meir
úr öllum skugga um, ab gub almáttugur situr i ybru rábaneyti og
stýrir öllu til blessunar’’. Slíkt mundi láta vel í eyrum prússnesk-
um konungi, enda tók hann ávörpunum ljúflega og meb blíbum and-
svörum. Atti hann í þessu annríki á þribja mánub. þab hafbi
hann í öllum svörum sínum, ab hann væri fastrábinn í ab halda til
fulls rjetti sínum og krúnunnar gegn ofkappi þingsins. Krúnan væri
frá gubi, hennar rjettur væri gubs rjettur, en styrkt hennar og stólpi