Skírnir - 01.01.1863, Blaðsíða 120
122
FRJETTIR.
Kina.
borib saman vib abferb keisarans, er Ijet einu af herteknum foringj-
um uppreistarmanna skera lifandi i smáparta, sjest, aí> hjer er enn
margt líkt meii skyldum, og aÖ enar nýju kenningar Ta'i-pings hafa,
enn sem komiö er, lítiö aorkai), aö snúa hugum manna frá grimmd
eöa mennskuleysi. þó hann hafi látiö mjög vinsamlega viö kristna
menn og ávallt minnzt þess, aÖ hann væri sömu trúar og þeir, hefur
þeim þó þótt hernaöaraöferö hans og hans manna hin versta og
vammafyllsta. Viö rán eÖa morö, brennur eöa nein önnur illvirki
hafa þeir eigi skirrzt meir en hinir. Hermenn hans fá engan mála
og þeir mega ekki kvongast, fyrr en allt ríkiö er unniÖ. Er þeim
í 3 daga leyft aö ræna þær borgir, er þeir vinna, og svala hvers-
kyns fýst. Má þá nærri geta, aÖ komur þeirra eru verstu ófagnaöar-
tíÖindi hvervetna. Miklu hefur þaö valdiö um viögang uppreistar-
innar, aÖ foringjar og embættismenn keisarans hafa reynzt enir
verstu ódrengir. þá er floti keisarans lá fyrir Shang-ha'i og her
hans átti aö stökkva þaöan burt uppreistarmönnum (1853), ljetu
fyrirliöarnir fyrir fjemútur vistaskip komast inn til bæjarins, og seldu
sjálfir uppreistarmönnum púöur og kúlur. þegar enir kristnu menn,
er höföu aösetur í bænum, sögöu yfirforingja keisarans frá þessu,
svaraÖi hann: „allt þetta veit jeg betur en þjer, en jeg get ekki
viö því gjört’’. — þegar aö fór aÖ kreppa fyrir Hienn-fung keisara1
beiddist hann liöveizlu af enum erlendu „siöleysingjum”. En svo
kölluÖu Kínverjar til skamms tíma kristna menn. þeir sögöust þá
mundu hlutlaust láta; enda mun sumum — sjerílagi prótestöntum —
hafa þótt líkur tii, aö Ta'f-ping myndi ryöja götu kristnum siöum.
Eptir striöiö viö Kínverja, er þeir lofuöu frelsi fyrir kristna trú,
ásamt fleirum góöum kostum, en uppreistarmenn sóttu þær borgir,
(Shangha'i á ný og fl.), er kristnir menn höföu bólfestu í, hafa bæöi
Frakkar og Bretar ráÖizt til mótstööu og stökkt óaldarsveitum þeirra
á burt. Hjá bæ, er Narion heitir, fjell í fyrra Protet, sjóforingi
Frakka. Enskur foringi, Ward aö nafni, hefur ráÖizt í liö keisarans
og tekiö forustu yfir sveit manna til aö kenna þeim vopnaburö og
hernaöaraöferö NorÖurálfubúa. Vjer höfum í Rússlands þætti getiö
i) Hann er dauÖur fyrir 3 árum, en sonur hans er barn aÖ aldri, og
hefur sá stjórn á hendi, er prinz Kung heitir.