Skírnir - 01.01.1864, Blaðsíða 93
I
TyrkUnd. FRJETTIR. 93
unga menn frá Arabíu; en þeir hafa allir verib höfBingja (Scheika)
synir. Nú er haft i ráíii a& taka til þess unga menn af öllum trúar-
og þjóöaflokkum, 100 aS tölu. þar meS er ætlazt til, aÖ 24
unglingar af kristinni trú skuli árlega teknir til náms í hernaSar-
skólann. þeir eiga aö menntast þar til fyrirliöa og hafa sama rjett
ásí&an sem Tyrkir. Má vera, a& viö þetta komizt þab á, sem lengi
hefir verib fyrirhuga&, sem sje, a& kve&ja kristna menn til herþjón-
ustu, en hinga& til hafa þeir eigi þótt þess ver&ir, a& þeim væri
skipah undir merki Soldáns. Forma&ur rá&aneytisins er Fuad Pascha,
dugna&ar og hyggindama&ur, og er hann frumkvööull a& þeirri ný-
breytni, sem nú er á viki&, og fleiri umbótará&um; en giptu þarf
nú til, a& vel takist fyrir Tyrkjum , þó þeir bafi ýms þrifará& me&
höndum, þar sem svo mikils er ábótavant, en kröfum jafnan stillt
verr, en þeir hafa skap til a& þola.
Grikkland.
Efniságrip: Grikkir senda sendibo&a til Kaupmannahafnar; konungstekja;
Jónseyjum aukib vi&; róstur í Aþenuborg; konungur kemur í
land og tekur sjer rá&aneyti; nýjar óspektir; rá&herraskipti.
\
þá er þjó&arþingi& í Aþenuborg haf&i kjöri& Vilhjálm prinz til
konungs, sendi stjórnin nefnd manna til Kaupmannabafnar, a& bjó&a
honum tignina. Fyrir sendiförinni var Kanaris, a&míráll, einn af
ágætismönnum Grikkja og frægasti sjókappi (í frelsisstrí&inu). Sendi-
menn ur&u a& bí&a alllengi í Kaupmannahöfn, á&ur en samþykki
komst á meö stórveldunum um kjör Grikkja eptirlei&is, og um Jóns-
eyjar; en fyrr viidi prinzinn eigi heita neinu, e&a Danakonungur
fyrir hans hönd, en þa& mál væri sami& a& til skildu. 6. dag
júnímán. fór fram konungstekjan í Kristjánshöll me& mikilli vi&höfn
og prý&i. Fri&rik konungur sat í hásætinu, og a& houum vjek
forma&ur sendimanna erindi sínu. þegar konungurinn haf&i svaraö
ræ&u hans fyrir hönd frænda síns, kalla&i hann á enn unga konung
og baö hann a& feta upp pallana a& hásætinu; þá mælti hann til
hans þetta: uÁöur en þú fer burt af þessum staö, bi& jeg þig a&
þiggja af mjer eitt hug&ar- og ástsemdarráö. Láttu þjer ávallt
hugfast, a& afla þjer sta&fastrar vinsældar af þegnum þinum. Jeg