Skírnir - 01.01.1864, Blaðsíða 121
Sv/þjóð.
FRJETTIR.
121
vonum eigi þótt fremur til sín taka, en annara undirskrifenda,
a5 hlutast í máliS. Vjer ætlum hjer mikiS hæft í, en J)á er eptir
vita, hvar því máli svo vöxnu skyldi komi?, er Svíar ætluSu
sjer a8 heija handa fyrir Dani móti ofbeldinu. A Jietta og margt
fleira dregur huldu þegar menn bera saman brjef (ogræSur) Man-
derströms, J>ingslitaræ<5u konungs (7. des.) og þaS sem menn ætla
sannhermt um sambandssamningana. Manderström hefir ávallt
gefiS í skyn (t. d. í brjefum er hann rita&i í júlí og september),
a8 Svíar og Norömenn sæi a? sjer snúinn vanda og myndi eigi
mega halda kyrru fyrir, ef eigi yrSi reistar skorSur mót ágangi
þjóbverja, en ófriSartiSindi gjörSist útúr þrætu þeirra og Dana
á NorSurlöndum. Af sambandssamningunum hefir þa2 heyrzt, að
Svíar hafi skuldbundizt til a8 veita Dönum meí allt a<3 20. þús.
hermanna, og fórust Hall svo orS, ab sá her myndi hafa staSiS
viS Danavirki me? iiSi Dana í JanúarmánuSi, ef lát FriSriks
konungs hefbi eigi boriS a8 hendi. En nú segir svo í þingslita-
ræ8u konungsins (þ. e. stjórnarinnar): ((á ráSleitaþingum e8ur
samningagjöröum þjóÖanna mun jeg ávallt fylgja rjettvísinni aÖ
máli fyrir hönd sambandsríkjanna, en eigi má til þess ætiast
af oss, að vjer þar aÖ auki ráÖimst til meÖ vopnunum,
því oss er vandsjeÖ, aÖ vjer þá sækim málið til sigurs,
meö eigi meiri afla, en vjer höfum föng til”. þegar þetta
var mælt, voru Svíar þó eigi veikari fyrir en áÖur, þá er samiÖ
var, en vandræðin voru þá aÖ færast nær Danmörku og (aö áliti
Manderströms) öllum Noröurlöndum. VeriÖ getur, aÖ Svíum hafi
veriÖ ögraÖ úr austurátt (af Rússum), og þeir fyrir þá sök hafi
lækkað seglin, en vjer ætlum þá hafa nokkuð til síns máls, er
segja, aÖ vináttan hafi þegar tekiÖ aÖ kólna, er konungaskiptin
urÖu í Danmörku. Svíar hafa aÖ visu haldiÖ á búningi hers og
flota, og konungur hefir beiÖzt af NorÖmönnum ens sama, en þeir hafa
nú setið hjá svo miklum tíÖindum og umskiptum í Danmörku, aÖ þeir
munu vart hlutast tíl meÖ vopnum utan í atfylgi voldugri ríkja, ef
styrjöldinni og þrætumálinu verÖur eigi sett á sáttafundinum í
Lundúnaborg. Að því orö hefir fariÖ af, mundi alþýÖa í SvíþjóÖ
hafa kunnaÖ því betur, aÖ stjórnin hefði gjörzt hlutsamari um
máliÖ, og tvisvar gjörÖi svo róstusamt í Stokkhólmi (í marz), aÖ