Skírnir - 01.01.1864, Side 125
Svíþjóð.
FRJETTIR.
125
en Rudbeck dó lagSist nokkuS af Uppsölum í ey8i af eldsbruna;
pá brann og J>að sem prentað var af fjórða bindi bókarinnar og hið
óprentaða. Nokkrar arkir hafði R. sent smámsaman til vina
sinna, og í>ær eru ]>að, er síðar hefir verið safnað saman, og
Klemming hefir látið letra eptir og síðan prenta. Klemming hefir
aukiS bindið meS upplýsingum um sögu bókarinnar, með registri
yfir allt merkilegt er til er fært (rit, fornsögur, fomleifar og svo
frv.), og fl. jþessh.
Meðal látinna manna getum vjer Wailins byskups, er prestum
vorum mun kunnur af hans orðlögðu prjedikunum, og Hagbergs
prófessors, við háskólann í Lundi. Hagberg var kennari í íslenzku
og fornfræði, og hinn lærðasti og liprasti maður. þýðing hans
á skáldritum Shakspeares hefir jþótt mesta snilldarverk. Hann var
í kunningskap við suma íslendinga og tók þeim með mestu alúð
og gestrisni, er þeir komu til Lundar.
Noregur.
Efniságrip: Aframhald um þingmál. Aukaþingseta. Nokkub um lands-
hagi. Ný þinghöll. Bindindisfjelög. Leibrjetting. Mannslát.
I fyrra vor sátu Norðmenn á þingi og gátum vjer sumra
aðalmála, er ]>á voru rædd. j>á var enn óútkljáð um kviðdóma-
málið, en það var jþingmönnum einna drjúgast í vöfum; og var
eigi furða, þar sem frumvarpið var í eigi færri greinum en 487.
Eptir langar umræður og allkappsóttar var frumvarpinu hrundið
á „atórþinginu”; en þó hjer fjelli eigi trje við fyrsta högg, er lík-
legt, að málið verði tekið upp aptur áður en langt um líður, og
að enni tíðkuðu sakamálameðferð verði fyrr breytt í Noregi en
annarstaðar á Norðurlöndum. Á (IóðalsJ>inginu” var borið upp að
kenna norrænu í látínuskólum. Meiri lilutinn í kennslu- og kirkju-
málanefndinni mælti fram me<5 uppástungunni og vildu gjöra nor-
rænu að skyldarnámi í skólunum og skyldi köfð til prófs í inn-
tökuprófinu við háskólann (examen artium). Minni hlutinn sagði,
a8 námsiðkendum myndi verða ofþyngd að slíkum viðauka í skól-
unum, og uppteknum hætti mætti enn vel hlíta, en á enum sein-
ustu árum hefði allur helmingur stúdenta tekið próf í norrænu í