Skírnir - 01.01.1864, Síða 130
130
FRJETTIR.
Noregur.
fljótfærni og vandvirkni eiga jafnan öröugt meS ab haldast í hendur.
Um en síSustu ár dvaldi hann í Rómaborg og leitaSi fornskjala
um Norðurlönd í skjalahirzlunum í páfahöllinni (Yatikaninu). MikiS
af eptirritum hafði Munch sent jþegar heim til Noregs, en talsvert
lá eptir er hann deyfei. Svo óhappalega liefir nú viljaS til, að
jjessar eptirstöSvar hafa týnzt meS farmskipi einu, er átti aS flytja
jjær til Noregs. — Munch er jarSaSur í prótestanta kirkjugarSi í
Rómi, og hvílir þar samreitis ensku skáldunum Shelley og Keats,
rjett undir steinstöpli Cæstiusar. — Nokkrir málsmetandi menn
og vísindaiSkendur í Noregi hafa upphvatt alþýSu a8 skjóta saman
fje til styrktarsjóís, er skal kenndur vi8 nafn Munchs í minningar
og heiSurskyni. Leignanna skulu fyrst njóta dætur hans meSan
þær lifa, en sí8an þeir bókiSnamenn, er skara fram úr í sögu-
námi e?a Norrænu.
VESTURÁL F A.
Bandarikin.
Efniságrip: Umsátrih fyrir Charlestown; orrustur hjá Chancellorsville og
Gettysborg; Vicksborg og Port Hudson gefast upp; af fleiri
vibskiptum og hvar komib var i ágústinán.; óeirbir í Nýju Jór-
vík; bardagar í Tennessee; seinustu fregnir frá Virginíu og
ötrum herstöbvum. Hagur Suburmanna. þingræba Lincolns.
Bandaríkin .og vesturveldi Norburálfu. Forsetakosning fer i
hönd.
Skírnir flutti í fyrra lesendum sínum ágrip af hinum hörðu
og mannskæSu viSskiptum Vesturheimsmanna, en vjer eigum nú
líka einu vi8 a8 bæta. þá hjeldu SuSurmenn báSum öflugustu
kastalaborgum sínum, Vicksborg vi8 MississippífljótiS og Charlestown
í SuSurkarólínu. þessi hafnarborg er hin traustasta og rammgjörv-
asta til mótstöSu, enda hafa hvorutveggju háSzt þar vi8 í langan
tíma me8 svo stórkostlegum föngum til sóknar og varnar, a8 varla
mun slíkum hafa verið beitt í stríSi eSur umsátrum. Inn a8 borg-
inni liggur mjótt sund milli tanga, en á töngunum eru sterk vígi
(Wagner og Gregg), en innar og fyrir miSju sundinu er hólmi og
þar á Sumterkastali, allra þeirra sterkastur me8 104 fallbyssum.