Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 6
4
JÓN GlSLASON
ANDVARI
alizt upp. Hefur þeim farið líkt og segir um Helgu Bárðardóttur í sögunni
af Bárði Snæfellsás, er leiddist á Grænlandi og kvað vísu þessa:
Sæl væra ek,
ef sjá mættak
Búrfell ok Bala,
báða Lóndranga,
Aðalþegnshóla
ok Ondvertnes,
Heiðarkollu
ok Hreggnasa,
Dritvík ok möl
fyrir dyrum fóstra.
„Þessi örnefni eru öll á Snjófellsnesi," segir í Bárðarsögu.
Hitt er ótrúlegra, að menn hafi á landnámstíð barizt hér til landa. Þó
segir svo í Landnámu: ,,Grímkell hét maður, bróðir Gunnbjarnar, er Gunn-
bjarnarsker eru við kennd. Hann nam land frá Beruvíkurbrauni til Nes-
hrauns ok alt út um Ondvertnes ok bjó at Saxabvoli. Hann rak á brott
þaðan Saxa Alfarinsson Valasonar ok bjó hann síðan á Hrauni bjá Saxa-
bvoli.“
Sjálfsagt liafa legið bin sömu rök til þess, að menn í upphafi íslands-
byggðar sóttust eftir búsetu hér og að fólk streymdi bingað til þessara
barðbýlu útkjálkasveita á öllum öldum síðan. Héðan er skammt að sækja
á fengsæl fiskimið. Má enn rekja hér um hraunin slóðir skreiðarlestanna,
mjóa troðninga, sem þúsundir bestshófa bafa klappað öld eftir öld í hraun-
bellur og klungur.
Sagan og landið, aldrei verður nokkur Islendingur skilinn til hlítar
án þess að hafa þetta tvennt í huga, því að hann er og verður skilgetið
afkvæmi beggja. Þess vegna befur bér í upphafi verið slegið á strengi sögu
og sagna og brugðið upp svipmynd af því umhverfi, sem Kristinn Ármanns-
son, rektor, fæddist í.
Kristinn var fæddur að Saxahóli í Breiðavíkurbreppi 28. sept. 1895.
Þar voru foreldrar hans þá búandi, Ármann bóndi og hreppstjóri Jónsson
og kona bans Katrín Sveinsdóttir. Föðurfaðir Kristins rektors var Jón bóndi
Hallsson að Flólabólum í sömu sveit. Hefur Ölafur prófessor Lárusson
leitt að því rök, að þetta einkennilega bæjarnafn muni raunar ekki hafa