Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 125
ANDVARI
GRÍMUR THOMSEN OG ARNLJÓTUR ÓLAFSSON
123
jafna skáldum saman. Það er sagt um skáldin, að þau séu „irritabile genus“, hör-
undsárir menn. En einn munur er þó á þessum tveim skáldmönnum, svo að
nafnið sé karlkyns: Annar þeirra er konunglegur embættismaður og á í vændum
að erfa stórfé, og eftir því sem ég hef næst komizt, þá mun hann, þótt hann
komist eigi í samjöfnuð við fyrsta skáldið að höfðingsskap og sjálfsforræði, ekki
telja það þakklætisvert, að hann sé settur inn í fjáraukalögin. Þá er nú eftir
fjórði skáldmaðurinn. Hann er eigi konunglegur embættismaður og hefur við
engan auð að styðjast og á við ómegð og örðugan hag að búa. En þrátt fyrir þetta
allt hefur hann þó eigi beiðzt fjárstyrks, heldur hafa vísindamenn í Kaupmanna-
höfn orðið til þess að fyrra bragði að leita styrks handa honum. Þessi sama ósk
hefur verið studd af einni höfðingskonu lands vors, því að þessi skáldmaður hefur
það fram yfir hina, — í jarri sé mér að fara í skáldjöfnuð, — að hann hrífur
hjörtun mest, hann er allra þeirra kvenhollastur (Halldór Kr. Friðriksson: „Bezt
að tala í alvöru“). Mér er full alvara, þó ég tali ekki með svo hárri röddu, að
ég rífi loftið, eða með hryggð og andvarpan, og ég vona menn finni, að ég hafi
eigi farið með annað en það, sem er rétt og satt. Ég held, þegar allt er vegið, þá
sé ástæða til að veita þessu skáldi þennan styrk, fyrst og fremst í þakklætisskyni,
því næst sakir þess, að landar hans erlendis hafa óskað þess, og svo til þess að
skáldið fái betra tækifæri til að verja meiri tíma til hinnar fögru íþróttar sinnar.
Af þessum ástæðum og með því að landshöfðingi er oss samdóma í aðalefninu,
þá vona ég, að deildin finni ástæðu til að vera uppástungu þessari hlynnt, og fel
ég hana því sanngirni hennar."
Eftir ræðu Arnljóts skýrði landshöfðingi frá því, að fjárlaganefndin hefði
sagt sér, að hún ætlaði að stinga upp á 1000 króna styrk til skáldsins Matthíasar
Jochumssonar, og hefði hann, landshöfðinginn, ekki mælt á móti því. Þá kvaddi
Halldór Kr. Friðriksson, sem var í fjárlaganefndinni, sér hljóðs, aðallega til þess
að lesa „bænarskrá" frá Benedikt Gröndal til þingsins þingheimi til skemmtunar,
og var mikið að bænarskránni hlegið. Eftir lesturinn bar Halldór fram þá tillögu,
að þessum umræddu 1000 krónum yrði skipt milli Matthíasar og Gröndals. Að
loknum þessum ræðum tók Grímur til máls:
Ég vil styðja uppástungu þingmanns Reykvíkinga um, að upphæðinni verði
skipt milli beggja skáldanna, þannig að hvor fái 500 krónur, og vona ég, að
landshöfðingi sjái svo fyrir, að þessari bendingu verði fylgt. Flutningsmaður
breytingaratkvæðisins hefur talað svo skemmtilega um þetta efni, enda er ekki
vanþörf á því, að deildin sé í góðu skapi, og er vonandi, að þessir góðu geðsmunir
hafi ekki versnað við að heyra bænarskrána lesna upp frá öðm skáldinu. Hvað
annars snertir báða þessa menn, þá em þeir báðir vel hagmæltir og báðir jafn-
verðugir fyrir styrk. 1. þingmaður Norður-Múlasýslu lagði áherzlu á það, að annar