Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 13
ANDVARI
KRISTINN ÁRMANNSSON REKTOR
11
inn í heild. Þær hafi orkað siðbætandi á piltana og stuðlað að prúðmann-
legri framkomu þeirra til orðs og æðis. Hvað sem því líður, þá er eitt víst,
að ef dæma ætti þessi áhrif bekkjarsystranna á andrúmsloftið í bekknum,
og á piltana sérstaklega, eftir framkomu Kristins Armannssonar, þá erum
vér fúsir til að trúa því, að þau hafi verið mikil og góð.
Daníel V. Fjeldsted, læknir, frá Ferjukoti í Borgarfirði, var sambekk-
ingur Kristins allt frá 7. bekk í barnaskóla til stúdentsprófs. Lásu þeii
Kristinn oft saman og bélzt vinfengi þeirra ævilangt.
Daníel1) kveður Kristin verið hafa frábæran námsmann og venjulega
efstan í bekknum. Hafi hann jafnan verið til fyrirmyndar að samvizku-
semi og háttprýði. í latínu hafi hann alltaf hlotið ágætiseinkunn og hreina
8 á stúdentsprófi, en það hafi verið næsta sjaldgæft, ef ekki einsdæmi.
Daníel kveðst ekki hafa lagt mikla rækt við stærðfræði, en Kristinn hafi
getað hlaupið þar undir hagga með sér og sagt sér til, þegar í nauðir rak.
Undir stúdentspróf kveður hann Kristin hafa verið búinn að fara yfir
alla flatarmálsfræðina mcð sér og hálfan bókstafareikninginn. En auðvitað
kvaðst Daníel hafa kornið upp í þeim hluta bókstafareikningsins, sem eigi
hafði unnizt tími til að fara yfir. Hins vegar kvaðst hann hafa verið svo
stálsleginn í flatarmálsfræðinni, að hann hafi eigi aðeins getað reiknað
dæmið, sem hann dró, með þeirri aðferð, sem stóð í bókinni, heldur einnig
kunnað aðra aðferð, sem hafi komið kennaranum nokkuð á óvart. Þannig
hafi hann sloppið sæmilega frá stærðfræðinni.
í ensku kvaðst Daníel hafa haft nokkra æfingu í talmáli vegna sam-
skipta við enska laxveiðimenn uppi í Borgarfirði á sumrin. Hann hafi því
venjulega aðeins kynnt sér efni ensku endursagnanna, af því að hann
treysti sér til að endursegja það með eigin orðum án þess að hirða um að
þræða orðalag frumtextans. Á þessari aðferð hefði sér að lokuin ætlað að
verða hált á stúdentsprófi, og hefði þó hinn vinsæli enskukennari, Böðvar
Kristjánsson, áminnt sig um, að nú væri ekki seinna vænna að læra endur-
sagnirnar rækilega.
Viti menn, þegar stúdentsefnin fá verkefnið í enskum stíl, kemur í
ljós, að þ ar er mikið af orðum úr einni endursögninni, sem fjallað hafði
um enska þingið. Daníel kveðst t. a. m. alls ekki hafa getað komið fyrir
1) Aðeins hálfum mánuði fyrir andlát Daníels læknis ræddi sá, er þetta ritar, við hann
um kvnni þeirra Kristins.