Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 127
SIGURD HOEL:
Skyggnzt í fornsögur
Bókmenntasöguna er hægt að virða fyrir sér í mörgu ljósi. Það væri jafnvel
hægt að skoða hana sem landslag. Þeim sem borinn er og barnfæddur í Noregi,
verður það landslag löngum norskt.
Niðri á láglendinu sjáum við nútímabókmenntirnar. Náttúran þar kann
að vera fögur, en framar öllu frjósöm, matgjöful, grundvöllur atvinnuvega. Hér
er þéttbýli — verksmiðjur, stórbýli, sögunármyllur, bjáleigur. Sölumenn og flakk-
arar reika eftir þjóðvegunum. Við og við heyrist söngfugl kvaka í trjákrónu.
Hér er fjöldi af nytháum kúm á beit. Aðrar eru vel fallnar til niðurlags. Tart-
arnir verða hamslausir, ef þeir sjá rautt.
Er innar dregur til landsins, verður landslagið brikalegra. Uppi í afdöl-
unum eru menn helzt til fljótir að grípa til hnífsins, og konan hefur líkklæði
bóndans með sér, þegar þau fara í brúðkaupsveizlu. Hér efra dafnar ævin-
týrið og þjóðvísan.
Við höldum enn áfram, og nú taka sjálf fjöllin við. Jörðin er ófrjó, en
gnótt fiska og veiðidýra. Hér er strjálbýlt mjög, en fólk virðist una því vel.
Björn snuddar um auðnir og skóg og er banað með spjóti. Hver maður á það,
sem hann fær með vopnum varið. Fossar ymja, brafn og haukur sveima yfir.
Lífið er heilbrigt, en hart. Heiður sinn verja menn með sverði, en list og vís-
dómur eru einnig íþróttir góðar.
En ofar og innar er land eða landslag, sem við greinum aðeins líkt og blán-
andi fjöll í fjarska. Hér er ríki Eddukvæðanna. Orn sveimar yfir jökulbreiðun-
um, en fáir menn hafa stigið hér fæti. Sögn er, að þarna efra liggi vopn og
beinagrindur — leifar eftir miklar lórnfæringar.
Eins og flestir vita, þá er — auk margs annars — einn auðsær munur á sög-
unum fornu og nútimaskáldsögum. Hinar fyrrnefndu greina einkum frá bern-
aðarævintýrum manna og brösum þeirra við aðra karlmenn. Nútímaskáldsagan
segir mest frá ævintýrum og brösum þeirra við kvenfólk.