Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 147
ANDVARI
SONATORREK
145
loftvætt. Orðið eða orðslilutinn „væi“, sem stendur í K, þekkist ekki í ís-
lenzku. Eru því allir á einu máli, að um ritvillu sé að ræða. Leiðrétting Björns
M. Olsens er fortakslaust líklegust (Arkiv XIX). Eftir að Bjöm hefur gert grein
fyrir orðamun handrita, M og K, og leiðréttingartilraunum annarra, segir hann
svo (127. bls.): „Efter min mening stammer de to læsemáder loptætt og loptvæi
lra et oprindeligt loptvætt. Nár man nemlig sannnenligner de to læsemáder med
hinanden kan man næppe være i tvivl om, at K:s original har haft „loptvæi“,
som afskriveren, Ketill Jörundsson, har læst som loptvæi, idet han, der skrev
i med prik over, har forvekslet t (= tt) med i.“
Vætt (samstofna við so. vega) er ákveðinn þungi, eins og kunnugt er. Hér
er þó ekki átt við vætt, sem vegin er á vog, heldur „vætt lofts". Hver er sá
þungi, sem loftið vegur? Af öllum náttúrulegum hlutum kemur f j ö ð u r helzt til
greina. Hana getur loftið vegið í bókstaflegum skilningi, enda er fjöðurin til þess
sköpuð að berast í lofti. Annars er svarið bundið Ijóðpundara. Pundari var al-
kunn stangarvog (Sjá Nordisk kultur XXX, 84-85.), en stöngin, sem stóð lárétt
út, þegar vegið var, og lóðið var fært eftir, kallaðist pundaras/eapt. Getur
„fjöður" táknað slíkt skaft? Kæmi það í ljós, væru auðskilin orðin: Mjpk es of
tregt at hrœra... loftvætt -pundara. Sbr.: „Illt er at létta upp pundaraskaptinu"
(úr Diplomatarium Norvegicum. Sjá Fritzner: pundaraskapt.).
í fornu riti er sporði halastjörnu líkt við skaft (Sjá Fritzner: skapt 4b.). Ef
til vill á sú líking einmitt rætur að rekja til hins kunna áhalds viðskiptalífsins,
pundarans. En eins og kalla mátti sporð halastjörnunnar skaft, mátti kalla
skaft pundarans fjöður, því að fjpðr kemur fyrir í merkingunni uggi eða
sporður (Sjá Fritzner: fjöðr 2.). — Hafi Egill hugsað svo, þýðir loftvætt Ijóð-
pundara s. s. fjöður, þ. e. sporður eða skaft, ljóðpundarans. Á kenninguna loft-
vætt ber þá ekki að líta bókstaflega: fjöður í eiginlegri merkingu, heldur „skal
annat af ráða en mælt er“ (Ólafur Þórðarson), þ. e. fjöður í merkingunni sporður.
„Þvílik orðtpk hafa menn mjpk til þess at yrkja fólgit“ (Snorri Sturluson).
Orðaleikurinn loftvætt væri af sama tagi og orðaleikur Egils í 46. lausavísu:
konungs varnir.1) Sbr.
a) loftvætt: fjöður (fuglsfjöður) = fjöður (sporður),
b) konungs varnir: dúnn (hópur manna) ~ dúnn (æðardúnn).
Menn hefur greint á um, hvort Ijóðpundari væri kenning á tungu eða tákn
skáldskapargáfunnar. Hafi sú skýring á loftvætt, sem nú var rakin, við rök að
1) Sjá „Skáldamál“, grein mína í Afmæliskveðju til Sigurðar Nordals 14. sejrtember 1951,
Á góðu dægri, 121.-122. bls.