Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 8
6
JÓN GÍSLASON
ANDVAHI
verið hið upprunalega heiti, heldur sé það Aðalþegnshólar, sbr. vísu Helgu
Bárðardóttur, sem vitnað var í hér að framan.1) En háðar þessar jarðir,
Saxahóll og Hólahólar, draga nafn af sérkennilegum gíghólum. Að Hóla-
hólurn er ein af furðusmíðum íslenzkrar náttúru, gíghóll mikill, sem má
heita fullkomin líking forngrísks leikhúss. Að innan er hóllinn holur með
bröttum grasi grónurn brekkum umhverfis eggslétta harðbalagrund. Brekk-
urnar samsvara sætaröðuin grísku leikhúsanna, sem liggja í hálfhring utan-
um sviðið. Og sviðið er hér grasflötin í miðju. Vonandi verður að því gáð
í tæka tíð að vernda bæði þetta og önnur sérkennileg og fágæt sköpunar-
verk íslenzkrar náttúru, ekki sízt á Snæfellsnesi, fyrir ásælni vélaaldar.
Hver veit nema grískur harmleikur kunni þá einhvern tíma að verða fluttur
hér á ættstöðvum þess manns, sem grískri tungu og grískum bókmennt-
um unni. Guðirnir hafa a. m. k. fyrir löngu lagt til leikhúsið, þó að það
haii þegar orðið að bíða lengi eftir því, að kórinn gengi inn á sviðið.
Armann, faðir Kristins rektors, var, sem áður segir, sonur Jóns bónda
Hallssonar, sem fæddur var 28. sept. 1793, nákvæmlega 102 árurn á undan
sonarsyni sínum, Kristni. Jón hóndi Hallsson bjó fyrst á Fellsenda, en
síðar á Gaul í Staðarsveit, Litla-Lóni og Hólahólum. Kona hans var Kristín
Halldórsdóttir, sem áður átti Jón Sigmundsson á Fellsenda. Þau Jón Halls-
son og Kristín Halldórsdóttir slitu samvistir. Seinni kona Jóns bónda Halls-
sonar var Kristín Pálsdóttir. Áttu þau tvo syni, þá Jón í Olafsvík og Ármann,
bónda og skipasmið.
Faðir Jóns Hallssonar var Hallur Þorsteinsson, bóndi í Skörðum, f.
um 1751, sonur Þorsteins Þorsteinssonar á Lambastöðum í Laxárdal og
konu hans, Marsibilar Sigmundsdóttur. Kona Halls Þorsteinssonar var
Kristín Jónsdóttir frá Þórólfsstöðum Magnússonar.
Kona Ármanns Jónssonar, föður Kristins rektors, var Katrín Sveins-
dóttir, fædd 19. júlí 1856. dóttir Sveins bónda Guðmundssonar á Þórólfs-
stöðum, sem fæddur var 20. júlí 1808, en dáinn 4. ágúst 1868. Foreldrar
hans voru Guðmundur Tómasson gullsmiður í Fremri-Hundadal og kona
hans Sesselja Sveinsdóttir. Faðir Guðmundar var Tómas Guðmundsson.
Guðmundur, faðir Tómasar, átti Guðfinnu Illugadóttur frá Ánastöðum á
Vatnsnesi. Tómas bjó fyrst á Tannstaðabakka í Hrútafirði, en síðar í Sól-
heimum og á Dönustöðum. Var hann orðlagður atorkumaður, enda hlaut
1) Ólafur Lárusson: Byggð og saga, b]s. 154—155.