Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 121
ANDVARI
GRÍMUR THOMSEN OG ARNLJÓTUR ÓLAFSSON
119
hverjum manni betur vígur. En þeir sigrar, er hann vann á þann hátt, felldu
aðeins á hann nýja sektardóma almennings. Einkum voru slíkir dómar á hann
felldir fyrir tvennt: Annað var, að hann náði í bréf, er Jón Sigurðsson ritaði
tryggustu fylgismönnum sínum varðandi undirbúning dönsku stjórnarinnar við
samning laganna um stöðu íslands í danska ríkinu og jafnframt um það, hvaða
viðbúnað helzt væri hægt að hafa gegn slíku. Arnljótur gerði sér hægt um hönd
og birti bréf þetta í Norðanfara, blaði á Akureyri. Af þessu risu blaðadeilur við
Jón á Gautlöndum, sem leit á þetta sem landráð, en Arnljótur beitti þá slíkri
vígfimi, að mönnum mátti sýnast, sem hans málstaður væri betri. Hitt var, að
sóknarmanni hans einum varð það á, er honum þótti skagfirzkt hrossastóð verða
of áleitið við tún sitt, engi og hey, að hann rak það upp í skál í fjallinu yfir
dalnum, þar sem hrossin fundust dauð eða dauðvona um haustið. Þetta þótti
óverjandi mál, en Arnljótur fann ráð til að hjarga því fyrir bóndann. Hvort
tveggja þetta er vissulega „hryðjusaga“. En um þaÖ má líka segja, einkum hið
síðara: Ýmsar sögur annarlegar Arnljóts fara lífs um skeið. En fátækum hann
þyrmir þegar og þeim, er fara villir vegar, vísar hann á rétta leið.
Allt þetta, sem hér hefur verið frá sagt, gerðist á fyrstu árunum eftir að
Grímur bóndi á Bessastöðum kom heim til Islands, og á þessum sömu árum orti
hann kvæðið um Arnljót gellina, ég veit ekki, hve seint eða snemma, líklega eru
engar heimildir til um það lengur. En ef hugboð mitt er rétt, hefur hann ekki
ort kvæðið fyrr en að öllum þessum atburðum loknum. Af kvæðinu er það aug-
ljóst, að skáldið hefur rnikla samúð með útlaganum, skógarmanninum, hvaða
Arnljótur sem það annars var, sem því var efst í huga, er kvæðið var ort.
Svo skal ég að lokum skýra frá því, sem mér hefur einkum fundizt styðja
þetta hugboð mitt. Þegar kosið var til fyrsta löggjafarþings okkar 1874, bauð
Arnljótur sig fram í kjördæmi sínu, Eyjafjarðarsýslu. Enn náði hann ekki kosn-
ingu, heldur voru kosnir Einar Ásmundsson í Nesi, bóndi utan kjördæmisins,
og Snorri Pálsson verzlunarstjóri á Siglufirði, útkjálkamaður í kjördæminu. Því
sat Arnljótur ekki fyrsta löggjafarþing okkar 1875. En hann kom þó til þings
á kjörtímabilinu og það þegar á annað þing þess, 1877, og þá sem fyrsti þing-
maður fyrir Norður-Múlasýslu. Þetta gerðist með nokkuð óvenjulegum hætti.
Árið 1874 var Páll skáld Ólafsson kosinn 1. þingmaður þessa kjördæmis. En
honum leiddist þingsetan, naut sín þar ekki, tók þar því aldrei til máls. Til þess
er vitnað í það eina skipti, er Austfirðingar náðu sér niðri á Páli i kveðskap:
Þegar Páll á þingi sat
þjóðinni til minnknnar,
þagði hver sem þagað gat,
þá voru drepnir tittlingar.