Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 34
32
JÓN GÍSLASON
ANDVARI
sem flestir líta á fagið sem algera aukagrein, þessa erfiðu tungu til þeirrar
hlítar, að þeir t. a. m. skynji og skilji þann mun, sem á er klassískri grísku
og grísku Nýja testameutisins, (koine). Á þessu markmiði missti Kristinn
aldrei sjónar og stefndi að því af þeirri nákvæmni, seiglu og þolgæði, sem
einkenndi allt hans fræðslu- og skólastarf.
Fyrsta sinni, sem Kristinn prófaði í grísku við guðfræðideildina, var
7. febrúar 1926, að kvöldi. Fór prófið fram á heimili Sigurðar P. Sívert-
sen prófessors. Prófaður var stud. theol. Benjamín Kristjánsson. En í síð-
asta sinn mun Kristinn hafa prófað í grísku í guðfræðideildinni mánud.
31. maí 1965. Prófaðir voru þá alls sex stúdentar, þar af einn málfræði-
stúdent, Olafur Pétursson.
Á þessu 40 ára tímabili telst mér til, samkvæmt athugun á prófbók
guðfræðideildar í grísku, að Kristinn hafi prófað samtals 206 stúdenta í
þeirri grein, þar af eru a. m. k. 9 stúdentar úr öðrum deildum, einkum
stúdentar, sem nárnu íslenzk fræði eða önnur málvísindi. Má ganga að
því vísu, að flestir, ef ekki allir, þjónandi prestar þjóðkirkjunnar á landi
hér, séu nemendur Kristins Ármannssonar í grísku.
Kristinn Ármannsson lagði einnig grundvöll að latínu- og grískunámi
í B.-A.-deild Fláskóla Islands. Prófaði hann í fyrsta sinn tvo B.A.-prófsmenn
á 1. stigi í latínu 1. sept. 1953. Voru það þeir nafnar Sigurður Líndal, nú
hæstaréttarritari, og Sigurður Örn Steingrímsson, nú stud. theol.
Síðasta próf Kristins Ármannssonar við háskólann fór fram í janúar
1966. Prófaður var Sigurður Pétursson á 1. stigi í latínu, B.A.-prófi. Alls
telst mér til, að níu stúdentar hafi þreytt ýmis stig B.A.-prófs í latínu og
grísku hjá Kristni Ármannssyni Var mikils um vert, að jafn reyndur lær-
dómsmaður og kennari og Kristinn var skyldi marka námi þessara fræða
við háskólann stefnu í upphafi.