Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 128
126
SIGURD HOEL
ANDVARl
Margar orsakir renna saman og skapa þennan mismun. Einhver veigamesta
orsökin er eins konar tilfærsla í skilning manna á því, hvað sæmir. Hinum
fornu höfundum þótti sem mærðarhjal urn ástir væri ekki einungis ókarlmann-
legt, heldur beinlínis ósæmandi. Ef greina varð frá slíku efni, skyldi það gert
í fám orðum, en sterkum.
Bændur á vorum tímum eru — einnig á þessu sviði — arftakar hinnar
fornu söguhefðar.
Eigi að síður er munurinn á sögunum fornu og nútímaskáldsögum svo
greinilegur og auðsær, að ósjálfrátt vaknar fjöldi spurninga. Svo sem þessi:
Sé gert ráð fyrir, að fornsögurnar gefi lítið eitt skakka mynd af lífi fornaldar,
vegna þess hve fáorðar þær eru um ástina, mundi þá ekki nútímaskáldsagan
gefa ámóta skakka hugmynd um líf nútímans, er hún fjölyrðir svo mjög um
það efni?
Er ekki ástaskáldskapur nútímans að vissu leyti gervigróður? Og verður hann
ekki æðioft tilefni gervihrifningar? Ást ungs fólks leitar næringar í bókmennt-
unum, og það fer ofvöxtur í hana. Á sama hátt leita bókmenntirnar sér nær-
ingar í ástum unga fólksins, og svo fer ofvöxtur í þær. Loks verður ekki rúm
fyrir annað í heimi hér en ástir ungs fólks og bókmenntirnar um þær.
Sigurd Ibsen tók efni þetta eitt sinn til íhugunar. Hann var þeirrar skoð-
unar, að skáldskapurinn gerði hfið falskt með því að gefa ástinni alltof mikið
rúm.
Elafði hann rétt fyrir sér í því efni? — Sigmund Freud kom fram með sál-
könnun sína og hélt því fram, að ástin, eros, væri sjálf grundvallarhvöt tilver-
unnar. Ef hún skipaði breiðari sess hjá skáldunum en í hversdagslífinu, þá
væru skáldin einmitt sannleikans megin, en ekki hversdagslífið.
Þarna stöndum við þá. Og ef við snúum okkur aftur að fornsögunum, vaknar
þessi spurning: Er það svo, að þær þegi um ástir manna, eða voru forfeður
vorir kaldlyndari en við í þessum efnurn? Oft rekumst við þar á frásagnir um
unga menn, sem átt hafa í kaupum urn húsfreyjur handa sér rétt eins og urn
hryssur eða kvígur væri að ræða. En hvernig var ungu mönnunum innan-
brjósts? Um það fræða sögurnar okkur lítt eða ekki.
Orlítið má samt lesa milli línanna. Því að væri stranglega forboðið að segja
ýtarlega frá ástum manna, þá var á hinn bóginn leyfilegt að greina út í æsar
frá hatri því og hefndum, sem ástin ásamt tilheyrandi afbrýðisemi fæddi af
sér. Á þennan óbeina hátt verðum við í rauninni þó nokkurs vísari. Knúðir
brennandi ást stungu söguhetjurnar hver annan til bana í eins konar guðmóði.
Þannig varð jafnvel ástin sjálf til að draga úr mannfjölgun á sögueynni.