Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 165
ANDVARI
SONATORREK
163
reiðin fram skefjalaus. „Egill tók at hressask, svá sem fram leið at yrkja
kvæðit.“
9. vísa.
En ek þóttumk ekki eigna sakar afl viS smiðs hana, því at gengileysi gamals
þegns verðr alþjóð fyr augum.
þóttumk ekki, þ. e. þóttist ekki vera.
eigna sakar afl.
eignir, einkurn jarðeignir, bú,
spk (orsök) eigna: ríki, vald (Sbr. merkingarbreytinguna rikr: voldugur >
rikr: auðugur.),
ríkis afl. Sbr. féar afl (Arbj. 17).
Samkvæmt þessum orðum er undirrót auðlegðar vald, og mun sú skoðun
víkingsins fáum koma á óvart. „Ríkis afl" táknar hér mátt í gervi persónu,
svipað og vpldugleikr.
smiðs. í fljótu bragði virðist þetta orð næsta ólíkt því, sem stendur í hand-
riti: „suds“. En hér rekur nauður til breytingar, því að ógerlegt virðist — og
hefur reynzt — að lcoma heim og saman „suds bana“ (Sjá E. A. Kock: N. N.,
3006. gr.). Að minni hyggju er „suds“ sambland af ritvillu og mislestri, dæmi
í hópi þeirra, sem rædd eru í skýringum við 4. vísu, orðin þoglan og hlumprr.
Ég ætla, að Ketill Jörundsson hafi gleymt að setja nefhljóðstákn yfir u í „suds“,
þ. e. a. s. hann hafi ætlað að skrifa sunds1) með venjulegri skammstöfun (Sbr.
mis f. Míws, 22. v.; þaugla f. jpQglan, 4. v.; vida f. víðan, 31. lv. Eg.). En hafi
reyndin verið sú, má eins gera ráð fyrir, að í heimild hans hafi staðið smiðs,
því að 3 leggir + 1 {-mi-) eru — í Ketilsbók — sama sem 2 leggir + 2 {-un-), ef
því er að skipta.
við smiðs hana. „Þat var snimma í Qndverða byggð goðanna, þá er goðin
hpfðu sett Miðgarð ok g0rt Valhpll, þá kom þar smiðr npkkurr ok bauð at gera
þeim borg .... En er æsirnir sá þat til víss, at þar var bergrisi kominn,“ guldu
þeir honum „smíðarkaupit" með þeim hætti, að Þór „laust þat it fyrsta h<?gg,
erhaussinn brotnaði í smán mola, ok sendi hann niðr undir Niflheim"
(Sn.-E.). Hver var smiðs hani, ef ekki Þór? Hinn sterki ás var „gýgjar grœtir“
(Hym. 14), „ótti j<?tna“ (Haustl. 14) og margfaldur bani þeirra, en Rán ná-
1) Sbr. svigasetninguna í þessum orðum Magnúsar Olsens (Arkiv LII, 227): „Min förste
tanke var at vi i 'suds’ (som jeg ikke kan finne mening i ved á rette til súds, d. e. sunds) har
á söke en motsvarighet til