Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 155
ANDVARI
SONATORREK
153
af fletjum: (liggjandi) á beði. Sbr. mælask fyrir (standandi) af golfi: á gólfi
(Vafþr. 9), segja e-ð (sitjandi) af hesti: á hestbaki (Hhund. I, 17), eta (sitj-
andi) af eikirótum: á eikarrótum (Haustl. 6), o. fl. dæmi (Lex. poet.: af 2).
hlumprr. 1 handriti stendur „hlinnar“, að vísu skammstafað, en lausn banda
er ótvíræð. Af þessum stöfum — óbreyttum — verður eigi ráðið orð, sem þekkist
— eða hugsanlegt væri — í íslenzku, nema vera skvldi Hlín-nár, hlyn-nár eða
hlynn-Qrr (Ketill Jörundsson ritar i fyrir y.), en ekkert þessara orða er álitlegt.
Nú mætti hugsa sér, að hið tvíritaða n {— langt n) ætti raunar að tákna stutt n,
svo að fyrri hluti orðsins yrði Hlín- eða hlyn-, en síðari hlutinn -ar, -ár, -Qr eða
-Qrr, en ekki hef ég fundið neinn útveg með þeim lesháttum.
í 21. vísu skrifar Ketill Jörundsson um- fyrir vin-. Alveg er ljóst, hvað þar
hefur gerzt. Skrifarinn hefur ruglazt á leggjum stafa, af því að þeir voru eins
eða mjög líkir í heimild hans. Slíks eru mörg dærni — og alkunn — í fornum
handritum. Segja má, að einmitt þetta fyrirbæri einkenni uppskrift séra Ketils,
þegar um er að ræða kveðskap, sem hann skilur lítt eða ekki eða hefur ekki
gefið sér tóm til þess að brjóta til mergjar. Auk ofangreinds dæmis skal hér
bent á -hrímum (K) fyrir -hrúnum (M, W; 26. lv. Eg.) og hingr- (K) fyrir
hnígr- (M, hví gr- W; 27. lv. Eg.). Af sama tagi eru ritvillur eða mislestur eins
og and- fyrir auð- (St. 2), ná- fyrir vá- (St. 19), visa (K) fyrir nýsa (W, 3; 4. lv.
Eg.) og svar- (K) fyrir snar- (M, W; 24. lv. Eg.). Ekki tel ég vafa á því, að
hlinnar sé í hópi slíkra dæma, þ. e. að hlinn- beri að lesa hlum-. Aftan við hl-
eru fimm leggir {-inn- eða -um-) og reyndar óræðir nema með tilliti til hugsan-
legrar merkingar orðsins og samhengis þess við önnur orð.
marha hlumQrr.
marka, ef ft. af mark: merki, tákn (Sbr. so. marka á sænskum rúnasteinum
og merkja í íslenzku: rista — eða gera með öðrum hætti — rún eða rúnir.),
hlumr: a) handfang á ár, b) hlunnur,
marka hlumr, þ. e. kefli með táknum: rúnakefli, skáldskapur (Shr. skáld-
skaparmjöður = skáldskapur.),
Qrr (erindreki) rúnakeflis eða skáldskapar: skáld, þ. e. Egill sjálfur.
standa á enda. Samkvæmt orðabókum þýða þessi orð: vera að þrotum kom-
inn. Engin heimild er þó fyrir því, enda er hér um að ræða ályktun, sem dregin
er af þessu eina dæmi. En ályktunin er dregin af breyttum texta og hefur því
ekki við rök að styðjast. Urnrætt orðtak lifir enn í dag, að vísu í breyttri mynd:
standa upp á endann. Virðast þar hafa runnið saman tvö orðtök samræð: standa