Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 28
26
JÓN GÍSLASON
ANDVARI
5. bekk, að láta nemendur sjálfa fá latneska texta úr námsefninu til með-
ferðar. Skyldi hver um sig útskýra sinn texta sjálfstætt samkvæmt þeim
grundvallarreglum, sem kennarinn hafði vanið nemendur við. Er nú á
allra síðustu árum lögð megináherzla einmitt á þetta atriði í kennslunni:
að fá nemendur til virkrar þátttöku með því að láta þá hafa sjálfstæð
verkefni. A þann hátt hætta þeir að vera aðeins þolendur og heyrendur,
m. ö. o. óvirkir viðtakendur, en eru knúnir til lifandi starfs, verða gerendur.
Hafði Kristinn glöggt auga fyrir sjálfstæðri viðleitni, þótt óþroskuð væri
á ýmsa lund, svo sem vænta mátti af byrjendum. Sumum kennurum er
helzt til gjarnt að brosa að slíku. Kemur þ:ð illa við margan viðkvæman
ungling og getur jafnvel riðið veikburða nýgræðingi að fullu. Það varaðist
Kristinn að gera. Hins vegar örvaði hann alla, sem virtust taka á verkefn-
unum af fullri alúð og leituðust við að kryfja þau til mergjar, þótt af
veikum mætti væri.
Slíkur iðjumaður var Kristinn, að óhætt mun að kveða svo að orði,
að honum hafi aldrei fallið verk úr hendi. Sumarleyfum sínum varði hann
oftast til að búa í haginn fyrir nemendur sína með því að semja kennslu-
bækur eða skýringar við rit þeirra latnesku höfunda, sem teknir voru til
meðferðar í skólanum. Má þar m. a. nefna „Skýringar við ræðu Cicerós
um yfirherstjórn Pompejusar" (fjölr.), 1932, „Skýringar við rit Caesars urn
styrjöldina við Galla“, 1931. En mesta framlag hans til latínukennslunnar
á landi hér má hiklaust telja „Latneska málfræði", 1940, og „Latneska
lestrarbók“, 1941, sem síðan hafa verið notaðar við latínukennslu. Mátti
með réttu telja þessar bækur brautryðjandastarf á sínu sviði. Að vísu höfðu
á öldinni, sem leið, komið út tvær bækur, er ætlaðar voru byrjendum:
„Latnesk orðmyndafræði" eftir latínukennendur Reykjavíkurskóla, 1868,
(höfundar voru Jón Þorkelsson, Gísli Magnússon og Jónas Guðmundsson),
og „Latnesk lestrarbók handa byrjöndum" 1871, eftir þá Jón Þorkelsson
og Gísla Magnússon. En nú voru þessar bækur fyrir löngu orðnar úreltar,
enda voru þarfir skólans í þessu efni, sem flestum öðrum, mjög hreyttar.
Þessar tvær bækur, lestrarbókin og málfræðin, bera beztu eiginleikum
höfundar síns fagurt vitni: nákvæmni og skýrri hugsun samfara staðgóðri
þekkingu á viðfangsefninu.
Síðar samdi Kristinn einnig „Islenzk-latneska orðabók", 1958. Þar
hafði hann einnig fyrst og fremst þarfir menntaskólanna í huga. I fram-