Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 99
ANDVARI
Afangar á leið íslenzkrar sjálfstæðisbaráttu
97
meðan. í umræðum um þessa grein fékk Jón SigurSsson tækifæri til aS túlka
skoSun sína á rétti og valdsviði Þjóðfundarins. Hann kvaðst ekki vita til þess,
að forseti hefði rétt til að taka þátt í slíkum umræðum, nema á ráðgefandi
þingum, því að þess konar þing hafi allt annan blæ og aðra þýðingu en þau
þing, sem hafa úrskurðarvald. Með þessu á hann sýnilega við löggjafarvald
þings, sem sé formlega jafnrétthátt konungi. Jón telur Þjóðfundinn slíkt þing,
jafnan að vöklum danska ríkisþinginu. Konungsfulltrúinn, Trampe greifi, virð-
íst ekki hafa skiliö, hvert Jón var að fara í þessum útlistunum, en í umræðun-
um um 53. gr. þingskapa, sem setti reglur um fyrirspurnir til erindreka stjórn-
arinnar, blossaði upp deilan með Trampe og Þjóðfundarmönnum um vald-
svið fundarins. Trampe mótmælti því, að 53. gr. gæti sett honum reglur, þar eð
þingið hafi ekki vald til að „binda hann reglum sínum“. Hann kvaðst ein-
ungis vera konungsfulltrúi og ekki öðrum reglum háður en alþingistilsk.
1843. Jón Sigurðsson svaraði því svo: að vísu væri Trampe konungsfulltrúi, en
hann væri einnig fulltrúi stjórnarinnar, því að með umskiptunum í rnarz
1848 hefði stjórn ríkisins verið lögð undir stjórnarherra, er ábyrgjast skyldu
stjórnarmeðferðina, og undir þessa menn voru lögð mál íslands og önnur.
Honum fannst það ekki nema sanngjarnt, að Island nyti sömu reglu og ríkið
eða ríkisþingið um að leita upplýsinga hjá ráðherrum. Að lokum fékk Jón
sefað hinn taugaóstyrka greifa með því að fullyrða, að þessi grein þingskapa
væri eingöngu sett til þess að menn kæmu ekki konungsfulltrúa að óvörum
með fyrirspurnir sínar.
Það voru liönir tíu dagar af Þjóðfundartímanum, þegar lokið var umræð-
um urn þingsköpin, og er það nokkur ábending um þá spennu, sem ríkti á
þessu þingi. En þegar gengið hafði verið frá þingsköpum, var Þjóðfundurinn
þó ekki með öllu réttlaus samkunda, formlega hafði hann helgað sér réttindi,
sem bundin voru þinglegu úrskurðarvaldi.
Stjórnlagafrumvarpið var lagt fyrir Þjóðfundinn hinn 21. júlí, og fór þá
fram fyrsta umræða þess. 1 ræðum flestra Þjóðfundarmanna gætti mikilla von-
brigða og beiskju. Ýmsu höfðu menn búizt við, en ekki þessu.
Frumvarpið til laga um stöðu íslands í ríkinu var sönn spegilmynd þeirra
skoðana, sem hæst bar uppi á Ríkisráðsfundinum í apríl og frá hefur verið
sagt. Frumvarpið var fremur stutt, aðeins 10 greinar, er lutu að réttarstöðu
íslands, 11. greinin fjallaði um setu íslenzkra fulltrúa á danska ríkisþinginu:
íslendingar skyldu kjósa 4 menn á Þjóðþing Dana, en 2 á LandsþingiÖ. En
1. grein frumvarpsins túlkaði skoðun Ríkisráðsins á tengslum íslands og Dan-
merkur með því ákvæði, að grundvallarlög Danmerkurríkis frá 5. júní 1849
skuli vera gild á íslandi. I næstu grein er þó fram tekið, að löggjafarvald ríkis-
7