Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 148
146
ÓLAFUR M. ÓLAFSSON
ANDVARl
styðjast, kemur hið fyrrnefnda ekki til greina. Hugsun Egils í fyrra helmirigi
1. vísu virðist vera þessi: Skáldið má vart mæla né koma við metum sínum (þ. e.
neyta skáldskapargáiu sinnar).1)
í síðara vísuhelmingi koma fyrir tvær kenningar: Viriris pýfi og hugar fylgsni.
Sé einkunnum sleppt, kemur í ljós, að í setningunni felst nýgerving: Esa nú
vænligt of þýfi né hógdrœgt ór fylgsni. Þegar þess er gætt, að þýfi er fengur,
oftast lé af einhverju tagi, fer varla á milli mála, að orðavali skáldsins ráði fjár-
drpttr og orðtakið draga fé. í orðurn Egils brýzt víkingurinn greinilega fram: Nú
er eigi gott til ljár. En féð er reyndar Viðris þýfi og fólgið í hugar fylgsni.
Setningin öll þýðir því: Illa horfir um skáldskapinn. Andagiftin er inni byrgð.
Eins og áður segir, hefur 1. vísa Sonatorreks einnig varðveitzt í Möðruvalla-
bók, AM. 132, fol. (í hægra dálki á fyrri síðu 95. blaðs). Samkvæmt M hljóðar
vísan þannig:
Mjyk erum tregt
tungu at hrœra
ór loftætt
ljóð prúðara,
— esa nú vænt, —
ór Viðurs þýfi,
— né hógdrœgt
ór hugar fylgsni. —
M-gerð vísunnar er frábrugðin K-gerð að tvennu leyti:
a) Orðum er breytt, þar sem K-gerð er torskilin:
K, 3.-4. vo. M, 3.-4. vo.
eða loftvætt ór loftætt
ljóðpundara. ljóð prúðara.
b) Orðum er breytt, þar sem vísuorðalengd í K-gerð er ekki í samræmi við
ströngustu bragreglur:
K, 5.-6. vo. M, 5.-6. vo.
Esa nú vænligt — esa nú vænt, —
of Viðris þýfi. ór Viðurs þýfi.
1) Orðtakið konia sínum metum viS er fornt og merkir eiginlega: geta lagt lóð sín á vogar-
skálina. Það var notað í merkingunni „beita áhrifum sínum, styrk sínum" (Sjá Halldór Hall-
dórsson: ísl. orðtök, 294. bls.).