Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 55
ANDVARI
GUÐIR OG SELIR í TRÚARBRÖGÐUM ESKIMÓA
53
hvert öðrum, og jafnvel þegar búið er að drepa þau, verður að gæta mikillar
varúðar. Einnig verður að fara á réttan hátt með kjöt þeirra og skinn, til þess
að þau hefni sín ekki á veiðimanninum, sem rændi þau líkamanum. Hér kemur
fram sú útbreidda trú, að dýrið sé í raun og veru tvennt: líkami, sem hægt er
að eta, og svo andi, eða ,,eigandi“, eins og Eskimóar kalla það. Þessi „eigandi"
dýrsins lifir áfram og endurholdgast hvað eftir annað, sé hinum réttu siðum
við veiðarnar fylgt. Að öðrum kosti reikar hann um án líkama og verður þá
stundum að illurn anda, sem gerir mönnunum margs konar óskunda. Reglur
og siðir Eskimóa beinast því að þessu tvennu: 1) að drepa dýrið á réttan hátt og
meðhöndla skrokk þess eins og vera ber, og 2) að tryggja endurholdgun þess
með því að leggja bein dýrsins í vatn, eða með öðrum aðgerðum, sem auðvelda
endurholdgunina. í langflestum tilvikum er um að ræða eitthvað, sem verður
að láta ógert; þar er oftast um „bann“ að ræða, ekki „boð“. Þetta er raunar ein-
kenni á trúar- og samfélagslífi Eskimóa. Þeir eru gjarnir á að banna, að eitthvað
ákveðið sé gert, en fyrirskipa sjaldan beinlínis, að eitthvað skuli gert. Ég held,
að nauðsynlegt sé að gera sér rækilega grein fyrir þessu einkenni félagslífs þcirra,
og lel ég, að það skýri margt í trúarlífi þeirra. Margir, sem um það hafa skrifað,
hafa látið í það skína, að trú þeirra og trúarsiðir sé fátækleg, en svo er ekki.
Þvert á móti. Allt félagslíf þeirra er gegnsýrt af afstöðunni til æðri máttarvalda.
Höfuðreglan er sú, að vinna ekkert í þrjá daga eftir að maður hefur veitt sel,
kampsel (Eskimóar skipta selunum í hópa eftir tegundum, og er algengt, að mis-
munandi reglur gildi um merðferð þeirra) eða hval. Þessi siður, að vinna ekki,
eða réttara sagt að fara ekki til veiða strax eftir að veiðzt hefur, er mjög algengur.
Það byggist augsýnilega á því, að ekki var nauðsynlegt að fara til veiða rétt
eftir að einhver bráð hafði borizt á land. Þess ber einnig að geta, að íbúar í húsi
veiðimannsins urðu að framkvæma ýmsar aðgerðir til heiðurs hinu veidda dýri.
Á haustin sauma Eskimóar klæði sín úr hreindýraskinni. Verður að ljúka saum-
unum áður en farið er til vetrardvalar úti á ísnum, en jafnframt var stranglega
bannað að sauma í tjöldunum. En tjöldin eru úr hreindýraskinni. Hreindýrin
eru veidd síðari hluta sumars. Þá eru þau feit og vel haldin eftir sumarið og
skinnin í góðu lagi.
Til þess að sauma fötin verður að byggja sérstök hús handa saumakonunum.
Eru hús þessi úr ísflögum, sem látnar eru frjósa saman. Þessi siður er ágætt dæmi
þess, hvernig Eskimóar líta á þá hættu að rugla saman því, sem viðkemur hafinu,
og því, sem snertir landið eða landdýrin. Var talið öruggt, að hið versta hlytist
af, ef hreindýrakjöt kæmi nálægt selkjöti, og eins máttu skinn af þessum skepn-
um ekki liggja saman í hrúgu. Þessar varnaraðgerðir voru ptal margar lijá Eski-