Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 37
ANDVARI
KRISTINN ÁRMANNSSON REKTOR
35
VI
Lokaorð.
Non comnis moriar.1) ■—- Horatius.
Þegar hér að franran var talað um ritstörf Kristins Ánnannssonar, var
látið ógetið einnar útgáfu, sem við unnurn að saman, útgáfu á Hómers-
kviðum í þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar, sem birtist á vegum Menningar-
sjóðs á árunurn 1948—1949. En það mun hafa verið árið 1944, sem því
var fyrst hreyft við okkur að frumkvæði Jónasar skólastjóra og alþingis-
manns Jónssonar frá Hriflu að takast þetta verk á hendur.
Auðvitað var ég kunnugur Kristni þá þegar. Bæði hafði hann verið kenn-
eri minn og eins hafði ég síðar verið prófdómari hjá honum á stúdentsprófi
órum saman, eins og áður er tekið fram. En þó var það í rauninni þessi sam-
vinna, sem kom því til leiðar, að kynni okkar urðu náin. Hér úti á hjara ver-
aldar gat naumast hugsazt skemmtilegra viðfangsefni fyrir menn með klass-
íska menntun en einmitt þetta, að fá tækifæri til að koma snilldarþýðingum
Sveinbjarnar rektors Egilssonar út í vandaðri útgáfu. Auðvitað urðum við að
vinna verkið við erfiðar aðstæður, því að báðir vorum við hlaðnir kennslu-
störfum. Samt held ég, að við höfum oftast gleymt þreytunni, þegar við
hittumst í strjálum frístundum, á kvöldin eða á sunnudögum, og fórum
að vinna saman og ræða hið hugljúfa ætlunarverk. Oftastnær unnum við
á heimili Kristins, í hinni vistlegu skrifstofu hans, þar sem allir veggir voru
þaktir bókum. Þar höfðum við ágætt næði Urn það sá húsfreyjan, frú
Þóra Árnadóttir. Og nákvæmlega á þeirri stundu, sem við gátum bezt á
kosið, færði hún okkur ilmandi kaffi, þægilega hressingu við kyrrlátar
bókiðnir okkar og bollaleggingar.
Kristinn unni klassískri menningu og menntun hugástum. Um það
bera m. a. vott hinar mörgu ferðir hans til landa fornmenningarinnar,
Italíu og Grikklands, eins og áður hefur verið á drepið. Og hinzta ferðin,
sem hann fór, var farin á hinar fornhelgu slóðir hellenskrar sögu og snilli.
Dvöldu þau hjónin bæði í Aþenu síðara hluta vetrar 1966, og síðar hugðist
Kristinn ferðast allvíða um grísku eyjarnar og hinar fornu byggðir Hellena
á ströndum Litlu-Asíu. I maí-lok fóru þau hjónin til Miklagarðs. Þar veikt-
1) Allur mun ég ekki deyja.