Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 174
172
ÓLAFUR M. ÖLAFSSON
ANDVARl
við „skipun“. Sbr. við þessar fortplur, við áskoran þína (Sjá Cleasby: við,
WITH ACC. B, VI.).
Ef til vill er kenningarígildið óðr ræði hugsað með tilliti til Óðins, sem var
ekki aðeins guð hernaðar, heldur „mælti hann allt hendingum, svá sem nú er
þat kveðit, er skáldskapr heitir" (Ynglinga saga, VI. kap.). Sbr. Hergauts
hendr (11. v.).
Um stuðlun í þriðja fjórðungi 14. vísu sjá skýringar við 12. vísu.
Ek þarf þess oft, þ. e. hyggjask um, nýsask hins ok hyggja at því (13. v.).
varfleygr: illa fleygur eða varkár á flugi. Sigurður Nordal hallast að hinu
síðara, en Sveinbjörn Egilsson að hinu fyrra. Sé þess minnzt, að Egill taldi sig
hafa haldizt ofar moldu fyrir atbeina sonar síns (12. v.), en vera eftir dauða
hans brotinn mann (7. v.), auðnulaust gamalmenni (9. v.) og skar (4. v.), virðist
Sveinbjörn Egilsson fara nær sanni.
gprvar of her, kenningarígildi með forsetningarlið (Sbr. jotuns undir niðr fyr
naustdurum, 3. v.).
gprvar: (her)klæði,
gprvar of her, þ. e. yfir hermönnum: hjálmar (Sbr. und hjalmi eða hjplmum:
hervæddur, víghúinn, Lex. poet.).
varfleygr gprum of her, þ. e. illa fleygur hjálmum: lítt fær til bardaga eða
hernaðar. Þágufallið gprum of her eða „hjálmum" er af sama tagi og herskildi
í orðtakinu fara herskildi. Sbr. enn fremur a) fara með eða við herskildi, b) fara
(VGl. 2) eða ríða (HHj. 28) und hjalmi og séa seggi (Hamð. 19) eða eta hrátt
kj<?t (Hhund. II, 7) und hjplmum.
Efni 13. og 14. vísu: Einstæðingsskapur minn er mér hugstæður. Þegar
llokkadrættir verða, er vant að vita, hver muni annar hlýða kalli mínu og standa
við hlið mér án þess að hvika. Á það reynir oft, því að vinfár gerist ég nú lítt
fær til hernaðar.
15. visa.
Allar vísur Sonatorreks eru jafnar að lengd: 8 vísuorð hver, svo sem brag-
reglur gera ráð fyrir, nema 15. vísa. Hún ein er 10 vísuorð. Er því ekki að
undra, þótt hún hafi valdið ruglingi, og gætir hans þegar í Ketilsbók. Villandi
er einnig, að setningaskipun í síðari hluta vísunnar er mjög óvænt í kvæði með
kviðuhætti. Hún er reyndar dróttkvæð, nauðalík setningaskipun 4. vísu: