Andvari

Árgangur

Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 113

Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 113
ANDVARI ÁFANGAR Á LEIÐ f SLENZKRAR SJÁLFSTÆÐISBARÁTTU 111 er hafði markað alla gerS stjórnarskrárfrumvarpsins, svo sem það var lagt fyrir alþingi. Við embætti hans tók danski stjórnmálamaðurinn Rosenörn-Teilmann. I Ríkisskjalasafni Danmerkur í Kaupmannahöfn hafa geymzt fimm æðilöng bréf frá Hilmari Finsen til yfirboðara síns, Rosenörns-Teilmanns dómsmála- ráðherra. Fyrsta bréfið er skrifað 20. okt. 1867, stuttu eftir þinglausnir, hið síðasta 12. júlí 1868, en þá hafði Rosenöm-Teilmann látið af embætti. Að því er ég bezt veit, hafa þessi bréf ekki veriÖ hagnýtt sem heimildir um sögu Is- lands á þeim tíma, er íslenzk sjálfstæðisbarátta tók svo snöggt viðbragð eftir alþingi 1867. Það er til að mynda auðsætt, að Páll E. Ólason hefur ekki þekkt þau, þegar hann skrifaði hina viðamiklu ævisögu Jóns Sigurðssonar. En þau varpa að mörgu leyti nýju ljósi á pólitíska starfsemi og hugleiðingar Hilmars Finsens á þeim mánuðum, er hann tók að gruna, að sigur hans á alþingi 1867 var til ónýtis unninn. I fyrsta bréfi Flilmars Finsens til Rosenörn-Teilmanns skýrir hann dóms- málaráðherranum frá því, að sáttfýsi og samkomulagsvilji þingsins hafi orðið undrunarefni öllum hér á landi, ekki sízt alþingismönnunum sjálfum. Hann segir, að Jón Sigurðsson, sem hann kallar leiðtoga aðskilnaðarflokksins, hafi ekki verið búinn að ákveða sig í málinu, en telur hann þó hafa verið upphafs- mann að því, að fjárhagsmálið hafi verið tekið upp í nefndarálitið, og þar mun hann án efa ekki vera fjarri sannleikanum. Þótt þingið hafi gert ýmsar breyt- ingar við frumvarp stjórnarinnar og fæstar til bóta, þá hafi þó tekizt að kveða niður æðimargar aðskilnaðarkreddur og úrslit málsins verði mikilvæg bæði danska ríkinu og Islandi sjálfu. Þegar hér er komið bréfinu, minnist Finsen yfirlýsingar sinnar um samþykktarvald þingsins: Þessi árangur fékkst, segir hann, fyrir þá sök, að ég í samræmi við það, sem Leuning dómsmálaráðherra minntist oft á við mig munnlega, að auðvitað væri það ekki ætlan konungs að valdbjóða stjórnarskrá án samþykkis alþingis, gaf þá yfirlýsingu, að í þessu máli og í þetta skipti hefði alþingi samþykkjandi vald, en ekki einungis ráð- gjafaratkvæÖi. Hann getur sér þess til, að ráðherranum muni kannski finnast hann hafa gengið lengra en hann mátti, en fullvissar hann um, að með þess- ari yfirlýsingu hafi hinn mikli árangur í málinu náðst. Það sé að sjálfsögðu ráðherrans að dæma um það, hvort hann hafi fariÖ út fyrir valdsvið sitt, en sé fús til að taka á sig ábyrgðina í því efni. Finsen sér fram á það, ef stjórnin fordæmi þessa yfirlýsingu sína, að þá lendi hann í óbærilegri vígstöðu, ekki vegna þess að alþingi eða íslendingar muni bregða honum um það honum til svívirðingar, heldur sakir hins, að frá sjónarmiði stjórnarinnar hafi hann ekki staðið í stykkinu í embætti sínu, því að það skipti mestu, að stiftamtmaðurinn njóti trausts stjórnarinnar. Ililmar Finsen er taminn danskur embættismaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.