Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 86
84
SVERRIR KRISTJÁNSSON
ANDVARI
ari og dýpri hugarfarsbreytingu með íslendingum í pólitískunr eínum en önnur
erlend tíðindi bæði fyrr og síðar. Svo sem vænta rnátti, orkuðu byltingar-
hreyfingarnar fyrst og mest á bina íslenzku háskólaborgara í Kaupmannahöfn,
en þær bárust óðar til íslands í sendibréfum og tímaritum, smugu í smalanna
einveru inn og ollu sinnaskiptum hjá kotungi og klerki. Og þótt segja megi,
að bin evrópska pólitíska hreyfing byltingarársins bafi á Islandi beðið ósigur
á Þjóðfundinum, þá voru íslendingar ekki sama þjóð á eftir. Þeir tóku á þess-
um árum slíkum stakkaskiptum, að engin leið var að færa þá aftur í binn
forna bam. Þótt vonbrigðin yfir lokum Þjóðfundarins væru sár í bili, gleymdu
þeir aldrei þeirn stóru draumum, er þá bafði dreymt á þessum umbrotaárum,
þeir urðu vegarnesti Islendinga á næstu áratugum í baráttunni fyrir pólitísku
sjálfsforræði og sjálfstæði.
Stundum getur einstaklingur endurspeglað sögu heillar kynslóðar eins og
dropinn sólina. Á fyrsta degi ársins 1848 lýsir tvítugur íslenzkur stúdent í
Kaupmannahöfn bögum sínum á þessa leið: „Farið á fætur milli kl. 11 og 12.
Borðað heima, slæpzt og hímt. Skrifað þessa dagbókarbyrjun. Háttað kl. 11%.“
Sá sem skrifaði þessi orð var Gísli Brynjúlfsson, studiosus juris við Kaup-
mannabafnarbáskóla. Idann brautskráðist úr Bessastaðaskóla 1845 og sigldi
samsumars til Kaupmannahafnar og tók að lesa lög. Um þetta leyti er hann
lostinn sárurn persónulegum harmi. Heima á íslandi var æskuást hans, Ast-
ríður biskupsdóttir, en þeirn var eigi skapað nerna að skilja. Hinn fyrsta dag
janúarmánaðar 1848 ákveður hann að skrifa dagbók, og lrann heldur því áfram
bvern dag til ársloka. Dagbók í Höfn eftir Gísla Brynjúlfsson er ein merkasta
persónusöguleg heimild íslenzk frá 19. öld, en hefur einnig mikið gildi í víðari
merkingu. Milli þess sem hann sveikst urn að blýða lögfræðifyrirlestrum bjá
prófessorum sínum, orti hann rómantísk og bölsýn tregaljóð, sökkti sér niður
í skáldskap Byrons, þess manns er bezt túlkaði sálarlega tvístrun samtíðar hans.
En þessum unga júrista var ákaflega rnikið niðri fyrir, hann þurfti að segja
löndum sínum frá því, sem var að brjótast um í brjósti bans, og hann fékk
tvo aðra íslenzka stúdenta og skáld, þá Jón Thoroddsen og Benedikt Gröndal,
til þess að slást í för með sér og gefa út nýtt rit banda Islendingum, Norður-
fara. Hinn 27. febrúar 1848 skrifar Gísli í dagbók sína þessi orð: „Til Jóns
Þórðarsonar, og við tókum við ásarnt Bensa að gefa út skáldskapartímarit, senr við
sjálfir gætum frjálslega ráðið stefnunni á óbugaðir al öllurn eldri mönnum."
Þessir þrír ungu íslendingar tóku nú að viða saman efni í rit sitt. Því var
einkum ætlað að vera tjáning hjartans, en án þess þeir gætu að gert, varð
þetta rit að tjáningu sögulegra heimsviðburða. Um það bil er raða skyldi kvæð-
unum í Norðurfara, skall á bylting í Parísarborg og flæddi yfir meginland