Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 175
ANDVARI
SONATORREK
173
4. v.
a) Því at ætt mín
á enda stendr
sem hræ barnar
hlumýrr marka,
b) esa karskr maðr,
c) sá es þQglan berr
frænda br0rs
af fletjum ríðr.
15. v., 5-10.
a) Því at niflgóðr
niðja steypir
bróður bér
við baugum selr,
b) finn eli þat oft,
c) es féar beiðir.
Ef frá er skilin samanburðarsetningin í 4. visu (3.-4. vo.), er setningaskipun
bin sama í báðum þessum dæmum: a) orsakarsetning, b) aðalsetning og c) til-
vísunarsetning. Þó er innbyrðis sambandi setninganna ólíkt háttað: 1 4. vísu er
a skotið upp fyrir b og c, en í 15. vísu er b skotið niður fyrir a, svo að b lendir á
milli a og c, sem eiga saman. Eðlileg röð setninga er þessi:
4. vísa: b —)— c —f- a,
15. — : b -)- a -j- c.
Of alþjóð elgjar galga es sá mjok torfyndr, es knegum trúa. Ek finn þat oft,
því at hér selr niflgóðr niðja steypir bróður við baugnm, es beiðir féar.
alþjóð elgjar galga. Að dómi Sigurðar Nordals er elgjar eignarfall af E/gr,
sem bann telur vera Óðinsheiti. „Elgjar galgi getur þá óbreytt þýtt: gálgi Óðins,
askur Yggdrasils, og alþjóð E. g. eru allar lifandi verur, jötnar, goð og menn“
(fsl. fornrit II, 252). EI in fagra skýring Nordals stendur og fellur með Óðins-
merkingu „Elgjar", sem hann rökstyður á marga lund, en því miður næsta
bæpnum rökum:
A. „í nafnaþulum Sn.-E. kemur fyrir orð, sem ritað er á fleiri vegu: ilgr,
plgr, olgr, elgr, og hefur ýmsar merkingar: 1) uxi, 2) haukur, 3) eldur, 4) Óðinn“
(S. N.). — Ekki verður annað sagt en tengsl orðmyndarinnar elgr við binar:
ilgr, plgr og olgr, séu bláþráðótt. Sannleikurinn er sá, að elgr Nordals á rætur
að rekja til orðamunar í einu bandriti af fimrn, þar senr talin eru uxabeiti
(Þul. IV, ö, 3). Eitt þeirra er oJgr (R), olgr (T, 748, 757), ellgr (le/3). Nú þó að
eitt bandrit af fimm bafi „elgr" fyrir uxaheitið ,,olgr“, sannar það ekki, að Egill
Skalla-Grímsson hafi brevtt Óðinsheitinu Olgr í Elgr. Ekkert slíkt kemur
heldur fyrir um hauksbeitið né eldsbeitið. — EIgr er af i-stofni (ef. Elgs eða
Elgjar), en Olgr a-stofna-orð (ef. 01 gs).