Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 166
164
ÓLAFUU M. ÓLAFSSON
ANDVARl
komin jötnum, maður hennar af jötnakyni. Egill heiur því engum frekar viljað
líkjast en Þór, eins og nú var komið málum, og harmað að vera ekki „ríkisafl"
eða „v<?ldugleikr“ við hann, þ. e. á borð við Þór (Sjá Fritzner: við 13.).
gengileysi. Þó að gengi þýði langoftast í fornum kveðskap fylgdarlið eða
liðsinni, þýðir það hér — eins og iðulcga í óbundnu máli og daglegu tali — s. s.
a u ð n a. Auðnuleysi Egils er m. a. fólgið í því, að hann getur ekki hefnt sonar
síns. En í því elni skipti liðsafli engu máli, og það vissi skáldið.
Elni 9. vísu: En ég þóttist ekki vera jafnoki Þórs, sem harði tröll, enda er
auðnuleysi mitt, gamals mannsins, öllum kunnugt. — í vanmætti sínum gagn-
vart Rán er Agli ekki ólíkt innanhrjósts og Skalla-Grími föður hans, þegar
Grímur gekk fyrir konung forðum: „... ek veit, at ek mun eigi gæfu til hera at
veita þér þá þjónustu, sem ek mynda vilja ok vert væri“ (Egils saga, XXV. kap.).
Egill hefði viljað veita Rán sömu „þjónustu" og Þór veitti borgarsmiðnum, „er
haussinn brotnaði í smán mola.“
10. vísa.
Marr hefr ræntan mik miklu. Grimmt es at telja fall frænda, síðan es ættar
skjoldr minn hvarf af lífi á munvega.
grimmt: sárt.
ættar skjpldr minn. Sjá skýringar við 7. vísu: marr ættar minnar.
hvarf af lífi. Llm forsetningarliðinn farast Magnúsi Olsen svo orð (Arkiv
XXXV, 142); „EIvis ‘af lifi’ er rigtig overleveret, kan dette kun læses som ét
ord: aflífi." Ástæðan er ófullkomin stuðlun (algengt fyrirbæri í skáldskap Egils).
Hér cr um að ræða einhverja grófustu smekkleysu, sem framin hefur verið af
lærdómi - og komizt á íslenzkar bækur. Til er sögnin aflífa: lóga, slátra, notuð
um skepnur, en rnenn eru teknir af lífi, og þeir hverfa af lífi eins og „sálir
várar ... fara af lífi“ (Mey. 25). Þetta finnur hvert barn, sem mælir á íslenzka
tungu. í öðru lagi væri orðtakið „hverfa dauður á munvega" vafasamt, því
að önnur aðlerð hefur ekki enn fundizt til slíkra ferðalaga.
Orðið munvegar skiptir rniklu máli. Munr er hugur, þrá, en nnmvegar þeir
vegir, sem sonur Egils hvarf á og Egill sjálfur þráði því að ganga (Sbr. mun-
ráð, Idhund. II, 16.). Lykillinn að þessu orði er fólginn í 4. vísu, en þar kallar
skáldið sjálft sig „þyglan frænda hr0rs“ eða þögulan vin dauðans. Umrætt orð
l'elur í sér — eins og „frændi hr0rs“ — vonleysi, uppgjöf. En þess her vel að
minnast, að harmur Egils er ekki aðeins söknuður föður eftir ástmög sinn, heldur
og sorg í upphaflegum skilningi, áhyggjur: „Ættar skjpldr af lífi hvarf."