Andvari - 01.03.1968, Blaðsíða 33
ANDVARI
KRISTINN ÁRMANNSSON REKTOR
31
mörgum félögum öðrum en Félagi menntaskólakennara. Hann hafði t. a.
m. á Hafnarárunum verið formaður i Islandsdeikl norræna stúdentafélags-
ins, formaður Islendingafélagsins í Kaupmannahöfn 1918—19, form.
Dansk-íslenzka félagsins í Reykjavík í mörg ái.
Af öðrum trúnaðarstörfum, sem Kristni voru falin, skal nefna, að hann
sat í milliþinganefnd í skólamálum 1943—46. Lagði sú nefnd grundvöll
að þeirri skipan skólamála, sem gilt hefur síðan. Af nýjungum, sem þá
voru upp teknar, má m. a. nefna landsprófið. Þó að landsprófið hafi sætt
gagnrýni úr ýmsum áttum, þá verður því eigi með rökum neitað, að það
stuðlaði mjög að því að jafna aðstöðu nemenda, hvar sem þeir voru á
landinu. Var það því á sínurn tíma stórt spor í framfaraátt.
Formaður nefndarinnar var prófessor Ásmundur Guðmundsson, síðar
biskup. Hefur hann látið svo um mælt við þann, er þetta ritar, að Kristinn
hafi unnið að verkefnum nefndarinnar af sinni alkunnu alúð. En að öðru
leyti vildi hann segja um Kristin og kynni sín af honum, að þá kæmi sér
hann í hug, er hann heyrði ,,gentlemans“ getið.
Síðustu árin, sem Kristinn lifði, var hann form. í menntaskólanefnd-
inni svonefndu, sem endurskoða á námsefni menntaskólanna. Munu allir
samstarfsmenn hans þar vera sammála um, að á betri, áhugasamari og
liprari formann hafi vart verið kosið. Var þó Kristinn þar að ýmsu leyti
vant við kominn: Annars vegar stóð hann traustum fótum í heimi hinnar
klassísku geymdar og menningarerfða, en hins vegar skynjaði hann einnig
fótatak nýja tímans, kröfur atómaldar. Það var því engan veginn auðvelt
fyrir hann að velja og hafna.
Hingað til hefur aðeins verið getið kennslu Kristins í Menntaskólan-
um og Ríkisútvarpinu. En hann kenndi einnig ensku við Verzlunarskóla
Islands 1931—40, enda hafði hann við háskólann lagt stund á ensku sem
aukagrein, eins og áður segir. Ennfremur var hann stjórnskipaður próf-
dómari i latínu við sama skóla, síðan farið var að brautskrá stúdenta þaðan,
1945.
Við Háskóla íslands var Kristinn lektor í grísku frá 1925, er hann tók
við því starfi af Bjarna Jónssyni frá Vogi. Var sú kennsla einkum miðuð
við þarfir guðfræðinema, stefnt að því að gera þá læsa á Nýja testamentið
á frummálinu, grísku. Þetta er vandasamt verk og erfitt, ef takast á að
ná sæmilegum árangri. Á tveggja vetra námskeiði á að kenna nemendum,